Viðreisn í Mosfellsbæ: Uppstilling fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Félagsfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ, sem haldinn var 30. október, samþykkti einróma tillögu stjórnar um að notast við uppstillingu á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Viðreisn er með einn bæjarfulltrúa af 11 í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og myndar meirihluta ásamt Framsókn og Samfylkingu.

“Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir kosningarnar 16 maí 2026 og við erum full tilhlökkunar að hefja vinnu við að manna listann og kynna stefnumálin okkar,“ segir Helgi Pálsson, formaður Viðreisnar í Mosfellsbæ.