04 des Opið fyrir framboð í prófkjör Viðreisnar í Hafnarfirði
Kjörstjórn Viðreisnar í Hafnarfirði tilkynnir að opnað hefur verið fyrir framboð í efstu tvö sæti listans í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 17. janúar. Framboð þurfa að berast kjörstjórn eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 2. janúar 2026. Framboð skal senda á hafnarfjordur@vidreisn.is.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja framboðstilkynningu:
- Fullt nafn, kennitala, símanúmer og netfang
- Ef frambjóðandi óskar eftir tilteknu sæti skal það sæti tiltekið
- Kynningartexti (að hámarki 350 orð, til birtingar á heimasíðu Viðreisnar.
- Ljósmynd á rafrænu formi (í góðum gæðum, einnig til birtingar á heimasíðu Viðreisnar)
Að loknum framboðsfresti mun kjörstjórn yfirfara framboð og undirbúa framkvæmd prófkjörsins.
Öll geta boðið sig fram sem eru kjörgeng til sveitarstjórnarkosninga skv. lögum, eiga lögheimili í Hafnarfirði, munu hafa náð 18 ára aldri á kjördegi þann 16. maí 2026 og hafa skráð sig í Viðreisna.m.k. 15 dögum fyrir upphaf prófkjörs.Kjörstjórn hvetur alla félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til að senda inn framboð. Félagsfólk mun fá sendar upplýsingar um framkvæmd prófkjörsins þegar nær dregur. Rétt til atkvæðagreiðslu í prófkjörinu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Hafnarfirði og hafa skráð sig í Viðreisn a.m.k. 2 dögum áður en prófkjörið hefst. Viðreisn í Hafnarfirði leggur ríka áherslu á gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og opið ferli þar sem allir félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku.
Reglur Viðreisnar varðandi prófkjör og röðun á lista má finna hér.