30 nóv Klingjum kollum!
Sér væri, sagði hann, sönn ánægja að því – og hann væri viss um að allir aðrir sem hér væru viðstaddir tækju undir það – að verða þess var að löngu tímabili tortryggni og misskilnings væri nú lokið.
Sér væri, sagði hann, sönn ánægja að því – og hann væri viss um að allir aðrir sem hér væru viðstaddir tækju undir það – að verða þess var að löngu tímabili tortryggni og misskilnings væri nú lokið.
Undanfarið ár kom það ítrekað fyrir, að eftir að tillögur höfðu verið samþykktar í ríkisstjórn þurfti að hefja samningaviðræður við einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokks um sömu mál. Ef til vill verða þeir leiðitamari undir leiðsögn formanns VG.
Um aldamótin hafði nánast hver einasti Íslendingur aðgang að netinu. Maður brosti í kampinn og fannst sem aðrar þjóðir væru fastar á steinöld. Ég heimsótti nýverið fjármálaráðuneytið á Ítalíu. Þar í landi var fimmtungur með aðgang að netinu um aldamótin, en nú hafa Ítalir tekið fram úr okkur á ýmsum sviðum. Sérstaklega getum við lært eitt og annað af þeim í rafrænni stjórnsýslu.
Öllum er hollt að hugsa sig tvisvar um, einfaldlega vegna þess að það er gott að móta sér sína eigin skoðun á málum. Vega og meta staðreyndir og leyfa þeim að tala. Ef málin eru skuggaleg verða þau það líka á morgun eða hinn daginn.
Á Austurlandi búa nú um tíu þúsund manns. Það yrði íbúum til mikilla heilla að svæðið væri allt eitt sveitarfélag, þar sem allir þessir þættir væru samþættir. Þetta getur gerst löngu fyrir 2050.
Norðlendingar finna á eigin skinni hvernig óstöðugur gjaldmiðill getur leikið atvinnuvegina. Þess vegna yrði stöðugur gjaldmiðill með sömu vexti og nágrannalöndin lyftistöng fyrir svæðið.
Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.
Við höfum sett fram slagorðið: Hægri hagstjórn, vinstri velferð.
Munurinn á okkur og flokkum sem liggja lengst til vinstri er að við ætlum ekki að taka lán fyrir velferðinni eða skattleggja þjóðina í drep. Við ætlum ekki að skuldsetja börnin okkar til að pumpa lofti í velferðarkerfið. Velferðin þarf að byggjast á traustum grunni.
Ari Trausti Guðmundsson, sá ágæti þingmaður VG, gerði lítið úr hægri hagstjórn, vinstri velferð og spurði: „Eða hver myndi skilja ef ég segðist á hinn bóginn stunda vinstri hagstjórn og hægri velferð?“ Það er hárrétt hjá Ara Trausta að tilhugsunin setur að okkur hroll við tilhugsunina. Einmitt þess vegna er okkar slagorð eins og það er.
Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að...
Nú eru minna en fjórar vikur til kosninga og staðan er að mörgu leyti skrítin. Sjaldan hafa fleiri flokkar boðið fram og ljóst að við þurfum að keppa um athygli kjósenda. Það er líka sjaldgæft að flokkar hafi jafngóðan málstað fram að færa og Viðreisn,...