Benedikt Jóhannesson

Frú forseti, hér í þessum sal ræðum við oft málefni liðinna tíma. Við Íslendingar erum söguþjóð og stundum er einn tilgangurinn með því að ræða það sem liðið að breyta sögunni. En þó að sagan breytist er fortíðin óbreytt. Þó að við séum stundum föst í fortíðinni...

OECD segir í skýrslu sinni: Ef landið gengi í stærra myntsamstarf sem hluta af tvíhliða samningi fæli það í sér stofnanaramma og stuðning. Endurnýjaður pólitískur vilji til þess að ganga í Evrópusambandið myndi þess vegna breyta myndinni, þar sem það myndi á endanum leiða til þátttöku í evrusvæðinu. Þá myndi Ísland njóta trúverðugleika peningastefnu evrusvæðisins sem hefði áhrif til stöðugleika og gæti lækkað vexti.

Frú forseti, góðir landsmenn! Undanfarna daga höfum við Íslendingar verið minntir rækilega á gildi frjálsrar samkeppni og alþjóðavæðingar til þess að bæta lífskjör okkar. Samt sjáum við á hverjum degi fjölmarga berjast gegn tímans þunga nið, þeir ríghalda í allt sem gamalt er og formæla breytingum,...

Framsóknarmenn virðast ekki átta sig á því að lánin virka nákvæmlega eins og lán sem nú þegar eru leyfð og berjast af hörku gegn þessu frumvarpi. Áhættan er engu meiri eða minni en áhætta af erlendum lánum. Verst fannst mér að heyra Sigurð Inga Jóhannsson tala með þeim hætti að hér væri stórkostleg ný vá á ferð, því að ég er viss um að hann veit betur. Yfirleitt finnst mér hann málefnalegur.