Aðalsteinn Leifsson

Háskólakennari, ráðgjafi í samningagerð og fyrrverandi ríkissáttasemjari. Aðalsteinn er giftur Ágústu Þóru Jónsdóttur og þau eiga fjögur börn, Helenu, Margréti Sól, Viktor Helga og Stefán Jón. Fjölskylduhundurinn Kría er íslenskur fjárhundur, þrífætt lífsglöð orkusprengja. Fjölskyldan elskar útivist og gekk t.d. saman ásamt hringinn í kringum Mont Blanc í sumar. Aðalsteinn og Ágústa nýta hverja stund á vetri á einhverju sem rennur; skíðum, fjallaskíðum, snjóbrettum, gönguskíðum og sleðum. Aðalsteinn var (barn)ungur formaður Evrópusamtakanna og hefur mikla ástríðu fyrir að byggja fjölbreytt og lifandi samfélag frelsis og samvinnu þar sem almannahagsmunir og sanngjarnar leikreglur ganga trompa sérhagsmuni og þar sem ungt fólk getur byggt sér þá framtíð sem það þráir og nýtt hæfileika sína. .

Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr...

Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem...