Karólína Helga Símonardóttir

Karólína er með áratuga reynslu í pólitík, í dag er hún varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Menntaður kennari, með M.A. Í mannfræði og Mamma. Karólína er með fjölbreytta reynslu, fyrrum formaður Sorgarmiðstöðvar, stofnandi Blakdeildar Hauka sem er í dag Blakfèlag Hafnarfjarðar og fyrrum kennari og grunn og framhaldsskólastigi. Í dag starfar hún sem sem framkvæmdastjóri en er fyrst og fremst mamma. Karólína er gift Magnúsi Birni, saman eiga þau sex börn, Alexander Mána, Svanhvíti, Dag Mána, Fjólu Huld, Anítu Mjöll og Bríeti Ýr. Svo er það whippet hundurinn Jafar sem stýrir heimilinu með sjarmanum sínu. Karólína brennur fyrir því að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Að innviðir verði styrktir til muna, menntakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið. Hún vill að á Íslandi verða hagsmunir almennings framar öllu.

Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir...

Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um...

Hús­næðis­mál eru eitt af stærstu málum sam­tímans. Sí­fellt fleira ungt fólk sér ekki fram á að komast í eigið hús­næði í náinni fram­tíð. Þetta vanda­mál á sér fleiri hliðar. Fleira og fleira fólk býr eitt í íbúð. Þetta er and­stæða þéttingar byggðar þar sem það...

Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru...

Hafnarfjörður er ört stækkandi bæjarfélag. Á síðustu árum hefur mikið breyst í bænum og er því mikilvægt að betrumbæta þjónustu við bæjarbúa.  Eitt af því er fyrirkomulag frístundastyrkja til barna; bæði útfærsla styrksins og úthlutunarreglur. Það er  mikilvægt að gætt sé jafnréttis og komið sé...