Viðreisn

Fjölmennur félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum þann 22. október að fara í leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Það felur í sér að kosið verður um fyrsta sætið í prófkjöri en uppstillinganefnd mun stilla upp í önnur sæti. Natan Kolbeinsson formaður...

Stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum var haldinn á Dokkunni, brugghúsi í gær, miðvikudaginn 15. október. Sigmar Guðmundsson, ritari Viðreisnar og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar í kjördæminu voru viðstödd fundinn. Í stjórn félagsins voru kosin Valur Richter formaður, Magnús Ingi Jónsson, Thelma Dögg Theodórsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir og...

Fjölmennur félagsfundur Viðreisnar í Kópavogi samþykkti í gærkvöldi að halda prófkjör um fyrstu þrjú sæti á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Með þessari ákvörðun leggja félagsmenn áherslu á lýðræðislega þátttöku og vilja byggja upp sterkt og öflugt framboð sem endurspeglar breidd og metnað flokksins...

Viðreisn í Garðabæ ákvað einróma á félagsfundi sínum á þriðjudag, að uppstilling verði notuð til að raða á lista í komandi sveitarstjórnarkosningum, þann 16. maí 2026. Þetta verður í annað sinn sem Viðreisn býður fram lista til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum...

Það eru spennandi tímar framundan þegar Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á félagsfundi Viðreisnar í Árnessýslu þann 29. september var formlega samþykkt að boðið verði fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Árborg undir merkjum Viðreisnar. Þetta markar tímamót...

Á landsþingi Viðreisnar flutti formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarp þar sem hún lagði áherslu á að flokkurinn hefði á undanförnum níu árum sannað sig sem ábyrgur málsvari frjálslyndis, jafnréttis og alþjóðasamstarfs. „Viðreisn er í vinnunni og Viðreisn lætur verkin tala,“ sagði hún og minnti á...

Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og núverandi forseti Alþjóðlegu Evrópuhreyfingarinnar (European Movement International), var sérstakur gestur á landsþingi Viðreisnar. Verhofstadt snerti á mörgum mikilvægum málum í eldræðu sinni. Hann sagði að Ísland væri hluti af Evrópu og ætti heima í sambandi Evrópuríkja að sínu mati. Hann...

Á landsþingi Viðreisnar safnaðist mikill fjöldi saman til að fylgjast með fulltrúum verkalýðsforystunnar, atvinnurekenda og sjávarútvegarins ræða um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og aðild að Evrópusambandinu. Hringborðið var skipað Finnbirni Hermannssyni, forseta ASÍ, Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA og Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims. Umræðum stýrði Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður...