Styðja þarf fanga til að hefja nýtt líf að lokinni afplánun, með stuðningi og sjálfseflingu á meðan á afplánun stendur og stuðningi eftir afplánun. Sérstaklega skal hlúð að ungum brotamönnum. Líta skal á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna. Afglæpavæðing sé rökrétt fyrsta skref í þá átt. Lögleiðing vímuefna færir viðskipti með þau úr undirheimum og upp á yfirborðið þar sem öryggi neytenda er betur tryggt. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. opnun neyslurýma.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér