Vernda og efla þarf fiskistofna við Íslandsstrendur og auka eftirlit og eftirfylgni með sjálfbærum fiskveiðum þar sem brottkast er ekki stundað og skemmdir á vistkerfum hafsins lágmarkaðar. Móta þarf heildarstefnu um málefni hafsins með umhverfis- og loftslagsmál að leiðarljósi. Leggja þarf áherslu á stuðning við verðmætaskapandi og umhverfisvæna nýsköpun í ræktun sjávarafurða og tryggja að fiskeldi á landi og í sjó uppfylli strangar kröfur til dýravelferðar ásamt verndar umhverfis og lífríkis. Þannig verði dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum framleiðslunnar og hámarks útflutningsverðmæti hennar tryggt.
Lestu umhverfis- og auðlindastefnu Viðreisnar hér
Fiskeldi er gífurleg lyftistöng og mikilvægt að byggja það áfram upp sem sterka atvinnugrein á þeim svæðum sem nú þegar hafa fengið tilskilin leyfi. Huga verður að umhverfisáhrifum, læra af reynslu annarra þjóða og móta skýrt og sterkt regluverk í kringum starfsemina.
Lestu atvinnustefnu Viðreisnar hér