Öflugt menntakerfi byggir á framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og öfluga félagsfærni og tekur tillit til þeirra öru breytinga sem samfélagið tekur. Aðgengi að námi, skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri skal vera jafnt með tilliti til kynja, kynhneigðar, fötlunar, trúarbragða, búsetu, efnahags eða annarrar stöðu.
Við uppbyggingu öflugs menntakerfis á að vinna eftir fjórða heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem segir: „Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri.”
Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, uppruna, getu og búsetu, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri. Viðreisn vill stuðla að uppbyggingu á félags- og tómstundastarfi um land allt. Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, uppruna, getu og búsetu, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri. Slíkt getur af sér víðsýna einstaklinga með sterka sjálfsmynd og hæfni til að takast á við ný og óþekkt störf framtíðar.
Öflugt menningarstarf um allt land er forsenda blómlegrar byggðar. Við eflingu menningarstarfs skal horfa til efnahagslegrar þýðingar menningarstarfsemi og skapandi greina, sem verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. Endurskoða þarf menningartengda sjóði, þ.e. launa-, rannsókna- og verkefnasjóði með það fyrir augum að efla þá enn frekar og tryggja fagleg og gagnsæ vinnubrögð við úthlutun.
Almannaútvarp hefur bæði menningarlegu og lýðræðislegu hlutverki að gegna. Rétt er að huga að samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla og stuðningi hins opinbera, sérstaklega við innlenda dagskrárgerð. Veru RÚV á auglýsingamarkaði þarf að endurskoða með tilliti til stöðu einkarekinna fjölmiðla. Viðreisn telur að erlendir miðlar sem auglýsa á Íslandi, svo sem Facebook og Google, skuli greiða skatta til íslenska ríkisins, til jafns við aðra auglýsingamiðla.
Viðreisn leggur áherslu á að samin verði heildstæð aðgerðaráætlun í málefnum fólks af erlendum uppruna sem hefur annað móðurmál en íslensku. Skapa þarf aðstæður til að taka á móti fólki af erlendum uppruna með því að rýmka rétt þeirra til að setjast hér að, t.d. hafi það stundað hér nám. Tryggja þarf að þau sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái viðeigandi tækifæri og stuðning. Þannig öðlast þau jafnari forsendur til náms og á vinnumarkaði. Gera þarf bragarbót á því að meta menntun erlendis frá og tryggja aðgengi fólks af erlendum uppruna að raunfærnimati svo að þeirra þekking og hæfni nýtist þeim og samfélaginu sem best.
Lestu mennta-, menningar-, félags- og tómstundastefnu Viðreisnar hér
Ísland á að vera virkt í samstarfi þjóða á alþjóðlegum vettvangi til að efla mannréttindi, jafnrétti, frjáls og réttlát viðskipti og stuðla þannig að friði. Með þeim hætti eflum við menningu og hag Íslands sem og þjóða er styðja hliðstætt gildismat. Ísland á heima í samfélagi Evrópuþjóða.
Lestu utanríkisstefnu Viðreisnar hér
Nauðsynlegt er að öll framleiðsla og þjónusta verði kolefnishlutlaus og rýri ekki náttúrugæði til langframa. Mikilvægt er að taka ferli rammaáætlunar til gagngerrar endurskoðunar svo hún virki sem skyldi og eyða þarf óvissu um reglur og lög sem gilda um uppbyggingu vindorku. Áfram ættu orkukostir að vera flokkaðir með tilliti til áhrifa á náttúru; menningu og minjar; og samfélag og efnahag. Orkufyrirtæki skulu nýta sem best þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum raforku áður en leyfi verða veitt til virkjana sem hafa umtalsverð umhverfisáhrif á nýjum svæðum.
Lestu umhverfisstefnu Viðreisnar hér
Viðreisn styður sameiningu og stækkun sveitarfélaga með það fyrir augum að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á hagkvæman hátt. Það er forsenda þess að unnt sé að fela þeim fleiri verkefni sem nú er sinnt af ríkisvaldinu, enda séu það hagsmunir íbúa. Tryggja þarf að fjármagn fylgi tilfærslu verkefna og styrkja almennt tekjugrunn sveitarfélaganna. Auka á aðkomu þeirra að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð ásamt því að veita stærri styrki til nýsköpunar, menningarstarfs og þróunar á landsbyggðinni. Fólk á að hafa raunhæft val um hvar það býr sér heimili án þess að vera mismunað eftir búsetu. Með aukinni hlutdeild sveitarfélaga í þjónustu við íbúa er valdi hins opinbera dreift enn frekar um landið og það fært nær íbúum.
Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér
Sveitarfélög styðji við heilsueflingu og lýðheilsu í sinni víðustu mynd. Við styðjum að börn geti valið sér frístund við sitt hæfi í gegnum frístundastyrki. Huga þarf sérstaklega að stöðu barna af erlendum uppruna. Við viljum öflugt og faglegt samstarf við íþróttahreyfinguna. Við styðjum við sjálfstæða listamenn og sjálfstæð menningarfélög. Við viljum öfluga samkeppnissjóði á sviði menningar og lista. Við vinnum saman með hagaðilum til að tryggja jafnrétti á sviði menningar og íþrótta.