Viðreisn leggur áherslu á að Ísland hafa sterka rödd í málefnum norðurslóða. Stuðla þarf að áframhaldandi samtali um áskoranir sem áhrif loftslagsbreytinga munu hafa í för með sér. Beina þarf sjónum að heilbrigði hafsins og hvernig nýta megi tækifæri með sjálfbærni að leiðarljósi. Efla þarf Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og styðja rækilega við alþjóðlegt vísindasamstarf um málefni svæðisins. Með opnun siglingaleiða og auknum tækifærum til nýtingar náttúruauðlinda á norðurslóðum þarf að gæta að öryggismálum landsins og fylgjast með auknum umsvifum annarra ríkja á svæðinu.
Lestu utanríkisstefnu Viðreisnar hér
Leggja þarf áherslu á alþjóðasamstarf um náttúruvernd t.d. með samningum á borð við Samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika, norrænt samstarf og evrópsk samstarfsverkefni. Sérstaklega þarf að leggja áherslu á vernd lífríkis og líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum. Efla þarf möguleika ungs fólks á að taka þátt í stefnumótun og ákvörðunum tengdum náttúruvernd og samþættingu verndar og sjálfbærrar auðlindanýtingar.
Lestu umhverfisstefnu Viðreisnar hér
Samvinna við önnur ríki á Norðurlöndum, samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildin að NATO og þátttaka Íslands í Sameinuðu þjóðunum hefur reynst farsæl fyrir Ísland.
Lestu grunnstefnu Viðreisnar hér