Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. með uppbyggingu alþjóðlegra atvinnugreina

Lykill að bættum lífskjörum á Íslandi er aukin alþjóðleg samvinna, aukið frelsi í viðskiptum og stöðugt efnahagslíf. Framtíðarvöxtur atvinnulífs þarf að verða í vel launuðum alþjóðlegum þekkingar- og tæknigreinum til að unnt sé að auka framleiðni, verðmætasköpun, kaupmátt og bæta lífskjör.

Lestu efnahagsstefnu Viðreisnar hér

 

Fjölgum kjölfestugreinum útflutningstekna

Uppbygging alþjóðlegs þekkingariðnaðar og atvinnulífs er leiðin að aukinni hagsæld. Móta þarf atvinnu- og iðnaðarstefnu til lengri tíma þar sem skýrt kemur fram í hvaða atvinnu og grænum iðnaði sækja skal fram og hvernig verður stutt við þá sókn af hinu opinbera. Við getum ekki verið með öll eggin áfram í sömu körfu. Þær kjölfestugreinar sem við höfum treyst hvað mest á eiga það allar sammerkt að vera háðar ytri áhrifum og því áhætta fólgin í því að leggja allt okkar traust á þær. Þekking og hugvit eru vannýttar auðlindir sem þarf að virkja betur til framtíðar. Nýsköpun á ekki, og má ekki, eingöngu vera kreppuviðbragð sem er vanrækt þegar uppsveifla hefst á ný. Uppbygging þekkingar- og hugvitsgreina þarf að vera stöðugt viðfangsefni með það fyrir augum að búa til umhverfi þar sem þær geta blómstrað til frambúðar.

Lestu atvinnustefnu Viðreisnar hér

 

Efnahagslegt jafnvægi

Sköpun verðmæta með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda til framtíðar eru nauðsynleg forsenda efnahagslegs stöðugleika, samkeppnishæfni og lífskjara sem skulu vera að minnsta kosti jafngóð og í nágrannalöndum Íslands. Efnahagslegu jafnvægi verður aðeins náð með stöðugum gjaldmiðli.

Lestu grunnstefnu Viðreinar hér