24 jan Félagsfundur um uppröðun á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ
Félagsfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 20:00 í netheimum.
Sjá líka facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/1170730340331584/
Tilefni fundarins er að kjósa um hvernig staðið skuli að uppröðun á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í komandi sveitastjórnarkosningum. Það sem kemur til greina er prófkjör eða uppstilling. Einnig verður á fundinum borinn fram til staðfestingar tillaga um kjör uppstillingarnefndar.
Slóðin á fundinn er hér og mun fundurinn opnast stuttu fyrir auglýstan fundartíma: https://us02web.zoom.us/j/86904637034
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Ákvörðun um hvort farið verði í prófkjör eða hvort farin verði leið uppstillingar. Sjá reglur hér: https://vidreisn.is/reglur-um-rodun-a-lista/
3. Tillaga stjórnar um notkun skoðanakönnunar
4. Kosning uppstillingarnefndar
5. Málefni sem brenna á félagsmönnum
(Ef prófkjör verður fyrir valinu verður lið um kosningu kjörstjórnar bætt við á undan lið 5)
Á sama tíma auglýsum við eftir Viðreisnarfélögum sem hafa áhuga að taka sæti á lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar eða taka þátt málefnavinnu fyrir komandi kosningar.
Þetta er frábært tækifæri fyrir Mosfellinga að hafa áhrif á samfélagið sitt og kynnast fjölbreyttu fólki!
Hikið ekki við að hafa samband ef ykkur vantar nánari upplýsingar á mosfellsbaer@vidreisn.is eða hafðu samband við Elínu Önnu Gísladóttur í síma 690 7406 eða netfang eagisladottir@gmail.com
Við minnum líka á facebook-síðu Viðreisnar í Mosfellsbæ: https://www.facebook.com/vidreisnmos endilega líkið við hana til að fylgjast með hvað er að gerast í Mosfellsbæ og takið þátt í umræðum um hvernig við getum gert bæinn okkar enn betri.
Með kveðju,
Stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ