Aðalfundur Norðausturráðs

When

17/02    
20:00

Event Type

Boðað er til aðalfundar Norðausturráðs Viðreisnar fimmtudaginn 17. febrúar 2022, kl 20:00. Fundurinn er fjarfundur á Zoom. Til að opna fundinn, notið hlekkinn: https://us02web.zoom.us/j/82099547535
Kosið verður í stjórn Landshlutaráðs á fundinum og eru fimm manns sem skipa stjórnina. Við hvetjum ykkur til að bjóða ykkar krafta fram með því að senda tölvupóst á núverandi formann Norðausturráðs, audnir61@gmail.com a.m.k. 7 dögum fyrir fund eða fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi.
Dagskrá aðalfundarins er:
1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning formanns
3. Kosning stjórnarmanna
4. Kosning tveggja varamanna
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál
Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í aðalfundi.
Með kveðju,
Stjórn Norðausturráðs,
Erlingur Arason formaður, Guðmundur Helgason, Jens Hilmarsson, Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir og Rut Jónsdóttir.