Aðalfundur Suðurráðs Viðreisnar

Hvenær

16/10    
20:00 - 21:00
Kæru félagsmenn í Suðurráði Viðreisnar

 

Stjórn Suðurráðs boðar til aðalfundar ráðsins miðvikudaginn 18. október kl. 20.00

 

Þar sem kjördæmið er stórt verður fundurinn haldinn bæði á skrifstofu Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík og í fjarfundi. Ef þú telur þig eiga seturétt á fundinum og hefur ekki fengið fjarfundarhlekkinn í tölvupósti, sendu okkur línu á vidreisn@vidreisn.is 

 

Við bendum sérstaklega á að undir liðnum “önnur mál” munum við ræða og ákveða hvaða leið við viljum fara við röðun á lista fyrir komandi alþingiskosningar, þ.e. hvort við viljum hafa prófkjör eða uppstillingu.

 

Hvor leiðin sem yrði farin munum við síðar óska eftir fólki í uppstillinganefnd og í kjörstjórn, verði ákveðið að halda prófkjör. Á sama fundi og kosið yrði í kjörstjórn, yrði ákveðið í hve mörg sæti kosið væri í prófkjöri, samkvæmt reglum Viðreisnar.

 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins er þessi.
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum
3. Kosning formanns
4. Kosning fjögurra stjórnarmanna
5. Kosning tveggja varamanna
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.

 

Framboð til formanns eða stjórnar skal berast á netfangið sudur@vidreisn.is eigi síðar en viku fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 9. október.

 

Við hvetjum öll áhugasöm um að bjóða sig fram til formanns eða stjórnar. Það verður skemmtilegur kosningavetur framundan.

 

Með bestu kveðju,

 

Stjórn Suðurráðs Viðreisnar