Aðalfundur Uppreisnar í Reykjavík

When

08/01    
20:00 - 22:00
– ATH vegna sóttvarna hefur fundurinn verið færður í rafrænt form! –
Boðað er til Aðalfundar Uppreisnar í Reykjavík þann 8. janúar 2022!
Fundur hefst stundvíslega kl. 20:00 en Zoom opnar kl. 19:30. Að formlegri dagskrá aðalfundar lokinni tekur svo við rafrænt spilakvöld Uppreisnar!
Þar sem fundurinn og þar með kosningin verður rafræn biðjum við alla þátttakendur að skrá mætingu sína að neðan. Þau sem skrá sig (og eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni) fá heimsendan smá glaðning á laugardeginum, áður en fundur er settur.
Dagskrá:
a. Kosning fundastjóra aðalfundar.
b. Val á ritara aðalfundar.
c. Skýrsla formanns.
d. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
e. Ályktanir og málefnaumræður.
f. Kosning formanns og varaformanns.
g. Kosning annarra stjórnarmeðlima.
Kosið verður í 3 embætti: formann, varaformann og viðburðastjóra. Framboðsfrestur til stjórnar félagsins rennur út við setningu aðalfundar. Tilkynna skal um framboð sitt á netfangið uppreisn@vidreisn.is
Tekið er við lagabreytingatillögum á netfangið uppreisn@vidreisn.is fram að setningu Aðalfundar.
Sjá breytingatillögur sem hafa borist fyrir setningu Aðalfundar: https://docs.google.com/…/1ixvacXpJdpXVVoPH1kCS…/edit…
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Uppreisnar 🧡