09 jún Aðalfundur Viðreisnar Árnessýslu
Aðalfundur Viðreisnar Árnessýslu verður haldinn þriðjudaginn 9. júní klukkan 20:00 í fjarfundi.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu stjórnar, ársuppgjöri ásamt kjöri stjórnar og formanns.
Þau ykkar sem vilja taka þátt í fundinum sendi tölvupóst á ingunnster@gmail.com til að fá sendan aðgang.
Vakin er athygli á að tillögur að lagabreytingum eða framboð til stjórnar þarf að senda stjórn sjö dögum fyrir fundinn. Nota má ofangreint tölvupóstfang.
Hér má nálgast samþykktir félagsins.
Í núverandi stjórn sitja:
Ingunn Guðmundsdóttir, formaður
Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Hrafnhildur Árnadóttir
Skúli Kristinn Skúlason
Axel Sigurðsson
Varastjórnarmenn eru:
Jóna Sólveig Elínardóttir
Hannes Sigurðsson