11 apr Aðalfundur Viðreisnar í Hafnarfirði
Kæru félagsmenn Viðreisnar í Hafnarfirði,
Aðalfundur Viðreisnar í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk. kl 18.00 á skrifstofu Viðreisnar Suðurlandsbraut 22, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar er:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar, staðfestir af skoðunarmönnum, lagðir fram til samþykktar
- Nýjar samþykktir félagsins, lagðar fram til staðfestingar
- Nánari starfsreglur félagsins, lagðar fram til samþykktar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Framboð til stjórnar og formanns Viðreisnar í Hafnarfirði verða að hafa borist minnst 7 dögum fyrir aðalfund eða þann 4. apríl 2024 með netpósti á netfangið hafnarfjordur@vidreisn.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Facebook viðburður: Aðalfundur Viðreisnar Hafnarfirði
Stjórn Viðreisnar í Hafnarfirði