Aðgerðir í stað orða – opinn fundur um stöðuna í Úkraínu

When

28/02    
18:00 - 19:00

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Viðreisn og Uppreisn standa saman fyrir opnum fundi um stöðu mála í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið. Við viljum bjóða öllu okkar fólki að mæta til fundar og ræða viðbrögð okkar við þessari skelfilegu stöðu.
Dagskrá:
– Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fer yfir stöðu mála að lokinni Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB í París
– Katrín S. J. Steingrímsdóttir, forseti Uppreisnar, fer yfir viðbrögð frjálslyndra ungliðahreyfinga í Evrópu og sýn Uppreisnar á afstöðu Viðreisnar.
– Kolfinna Tómasdóttir lögfræðingur fer yfir afleiðingar og áhrif þvingunaraðgerða. Kolfinna skrifaði meistararitgerð sína í lögfræði við Háskóla Íslands á sviði þvingunaraðgerða og er þar að auki með sérhæfingu í þjóðarétti og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
– Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og hagfræðingur, fjallar um efnahagsþvinganir sem mögulegt er að beita til að stöðva hernað Rússa og afleiðingar sem þær eru líklegar til að hafa.
– Opið fyrir umræður og spurningar
Fundurinn hefst klukkan 18:00 í Ármúla 42 og verður sömuleiðis í beinni útsendingu á Facebook. Fundarstjóri er Guðmundur Gunnarsson. Boðið er upp á veitingar að fundi loknum. Hlökkum til að sjá ykkur.
https://www.facebook.com/events/1116065815816520