Frost eða funi – Hvernig væri heilbrigður húsnæðismarkaður?

Hvenær

24/05    
08:00 - 10:00

Hvar

Grand Hótel
Sigtúni 38, Reykjavík, 105

Event Type

Af hverju er húsnæðismarkaðurinn eins og hann er? Þarf hann að vera ýmist í frosti eða brennandi heitur? Hvernig getum við gert þennan markað heilbrigðari á Íslandi? Getum við eitthvað lært frá nágrannalöndum okkar?
Þetta ætlum við að ræða á afmælismálþingi Viðreisnar miðvikudaginn 24. maí kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel í Reykjavík. Viðburðinum verður líka streymt hérna á Facebook-síðu Viðreisnar. Mætum snemma því morgunverður er í boði frá kl. 8.00.
Frummælendur verða:
*Anna Guðmunda Ingvadóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
*Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor.
*Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt og sérfræðingur í stefnumótun í skipulagsmálum.
*Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar mun bjóða fólk velkomið og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar verður fundarstjóri.
Undir lok fundar verður pallborð, þar sem spurningar gesta verða ræddar. Taktu þátt og berðu fram spurningar á slido.com #husnaedi eða hér
https://app.sli.do/event/fyp9ykT55bzijgE8ut82m3.