13 sep Fylgjumst saman með stefnuræðu
Við ætlum að hittast á skrifstofu Viðreisnar og fylgjast með stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana. Við munum dæma besta ræðuflutninginn, flottasta klæðnaðinn og telja hversu oft er sagt “Góðir landsmenn”. Svo munum við að sjálfsögðu leggja vel við hlustir þegar ræðuskörungar Viðreisnar, Þorgerður Katrín og Þorbjörg Sigríður taka til máls.