Hvað er málið með þennan lánasjóð?

When

23/11    
13:00 - 14:30

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar efnir til opins fundar um frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á fyrirkomulagi Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og streymt á Facebooksíðu Viðreisnar.

 

Lengi hefur verið talin þörf á breytingum á lánasjóðinum og er þetta frumvarp það þriðja í röðinni, flutt af þremur mismunandi ráðherrum, á síðustu sex árum. Hvað er ólíkt með þessu frumvarpi og þeim sem hafa ekki náð brautargengi, hvernig kemur þetta stúdentum fyrir sjónir og hvað er eiginlega málið með þennan lánasjóð? Til að svara þessum spurningum og meiru verða á fundinum:

  • Eygló Harðardóttir, stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna
  • Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar
  • Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
  • Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands

 

Viðmælendur verða með stutt framsöguerindi og síðan mun María Rut Kristinsdóttir sjá um að stýra umræðum. Miklar umræður sköpuðust á þingi þegar síðasta frumvarp var kynnt og því verður áhugavert að fylgjast með framgangi þessa frumvarps um Mennta­sjóð námsmanna (MSN) sem má nálgast hér: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=329