05 mar Hvað kostar krónan mig og þig?
Hvað kostar krónan okkur í raun og veru? Hvaða áhrif hefur hún á heimilin og rekstur í landinu? Hvers vegna skiptir stöðugleiki máli?
Þessum spurningum og fleirum mun Þorgerður Katrín leitast við að svara ásamt góðum gestum, þeim Margréti Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra Pfaff, Hjálmari Gíslasyni stofnanda og framkvæmdastjóra GRID og Daða Má Kristóferssyni hagfræðiprófessor og varaformanni Viðreisnar. Þau munu ræða stöðuna og sýna myndbrot með reynslusögum fólks.
Fundurinn hefst klukkan 12:00 og stendur í 45 mínútur. Honum verður streymt á Facebooksíðu Viðreisnar