Landsfundur Uppreisnar 2022

When

17/09    
14:00 - 16:00

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Stjórn Uppreisnar boðar til landsfundar þann 17. september 2022, húsið opnar 13:30 og fundur byrjar stundvíslega klukkan 14:00. Fundurinn er opinn öllum á aldrinum 16-35 ára sem hafa áhuga á starfi Uppreisnar. Fundurinn verður í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42.
Dagskrá fundar:
1. Setning landsfundar
2. Kosning fundastjóra og val á ritara aðalfundar
3. Skýrsla stjórnar
4. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga ungliðahreyfingarinnar
5. Málefnaumræður og ályktanir
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnar ungliðahreyfingarinnar
Kosið verður í 7 stjórnarembætti: forseta, varaforseta, alþjóðafulltrúa, gjaldkera, ritara, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa. Frestur til að skila inn framboði er viku fyrir aðalfund, kl. 23:59 þann 10. september (laugardagur), og skal senda framboðstilkynningu með pósti á uppreisn@vidreisn.is.
Frestur til að skila inn lagabreytingartillögum er 5 dögum fyrir aðalfund, kl 23:59 þann 12. september (mánudagur), og skal senda með póst á uppreisn@vidreisn.is.
Allir félagar í Uppreisn, sem skráðir hafa verið í félagið minnst viku fyrir aðalfund (3. september), hafa kjörgengi í embætti og atkvæðisrétt þegar kosið er í stjórn eða um lagabreytingar. Líkt og að ofan greinir er skráning í félagið þó ekki skilyrði fyrir því að mæta á fundinn og vera með.