27 jan Laugardagskaffi: Hvernig reiknast lífeyririnn? Spjall við TR og lífeyrissjóði

Málefnaráð Viðreisnar sér um kaffið og spjallið þennan laugardag og verður umræðuefnið tekjur og skerðingar eftir starfslok.
Við fáum til okkar tvo gesti, þau Sólveigu Hjaltadóttur, verkefnastjóra hjá Landssamtökum lífeyrissjóða sem verður með stutt erindi um lífeyrismál. Þá verður einnig hjá okkur Sigurjón Skúlason, verkefnastjóri hjá Tryggingastofnun sem verður með stutt erindi um ellilífeyri almannatrygginga.