Laugardagskaffi: Kryfjum kosningabaráttuna

Laugardagskaffi: Kryfjum kosningabaráttuna

Hvenær

08/06    
11:00 - 12:00

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108
Að loknum forsetakosningum ætlum við að kryfja kosningabaráttur frambjóðenda. Hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Og hvaða lærdóma getum við dregið af þessari baráttu. Við fáum til okkar góða gesti til að fara yfir málið.
Með okkur verða Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var í kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem var í kosningateymi Baldurs Þórhallsssonar. Diljá Ámundadóttir Zoega, sem var í baklandi Jóns Gnarr og Ingunn Rós Kristjánsdóttir sem ætlar að segja okkur af hverju unga fólkið heillaðist af Höllu Tómasdóttur.
Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar mun stýra umræðum.
Þetta verður síðasta laugardagskaffið fyrir sumarfrí. Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Við hlökkum til að sjá ykkur!