Millistéttin og leitin að kaupmættinum

Millistéttin og leitin að kaupmættinum

Hvenær

20/04    
11:00 - 12:30

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Við fáum til okkar tvo góða hagfræðinga í spjall í laugardagskaffinu til að ræða stöðu millistéttarinnar á Íslandi. Þingmenn Viðreisnar hafa ítrekað sagt í ræðu og riti í umræðum um fjármálaáætlun og fjárlög að ríkisstjórnin sé að skilja millistéttina eftir til að borga fyrir verðbólguna. Hefur hún breiða bakið til þess? Hvernig hefur þróunin í raun verið? Erum við á réttri leið?

Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar mun ræða launaþróun hjá háskólamenntuðum á Íslandi og Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík mun ræða þróun atvinnuþátttöku háskólamenntaðra á Íslandi.

Að venju verður gott kaffi og brauð á borðum og gott spjall og næring andans í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur.