Ræðum um kjarna Viðreisnar

When

05/09    
20:00 - 22:00

Where

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík
Fimmtudagskvöldið 1. september kl. 20.00  verður haldinn sameiginlegur vinnufundur málefnaráðs Viðreisnar í Ármúla 42. Allt félagsfólk er velkomið.
Við ætlum að setjast niður í nokkrum hópum og ræða kjarna Viðreisnar. Fyrir hvað stendur Viðreisn og fyrir hvað á flokkurinn að standa? Hvaða málefni eru það sem við teljum brýnust í dag.
Til að raddir allra á fundinum heyrist munum við notast við vefforritið padlet.com, þar sem hægt er að skrifa niður sínar hugmyndir og athugasemdir á “gulan rafrænan miða”. Það er bæði hægt að nota síma eða tölvu til að taka þátt. Þau ykkar sem tókuð þátt í stóru málefnafundunum í fyrra munið kannski eftir því forriti. Réttur hlekkur til að taka þátt verður sendur út á miðvikudag.
Þessi fundur er fyrsti sameiginlegi fundur málefnaráðs Viðreisnar í aðdraganda Landsþings og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.