Sameining sveitarfélaga – Hvernig tryggjum við lýðræðislega aðkomu íbúa?

When

26/02    
12:00 - 12:45

Event Type

Sveitarstjórnarráð Viðreisnar boðar til opins fundar um sameiningu sveitarfélaga, föstudaginn 26. febrúar kl. 12.00-12.45. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Viðreisnar, www.facebook.com/vidreisn.
Mörg sveitarfélög horfa nú í kringum sig eftir álitlegum sameiningarkostum. Ekki síst til að bregðast við frumvarpi samgöng og sveitarstjórnarráðherra þess efnis að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði 1.000 íbúar. Sveitarfélögin eru í dag 69. Þar af eru 36 sveitarfélög með færri íbúa en 1.000.
Róbert Ragnarsson, stofnandi og ráðgjafi RR Ráðgjöf, sem aðstoðað hefur mörg sveitarfélög við mögulegar sameiningar mun halda erindið „Þriðjungur sveitarfélaga skoðar sameiningu“. Hildur Þórisdóttir, fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og oddviti Austurlistans mun lýsa reynslu sveitarstjórnarfulltrúans af sameiningu Múlaþings að vera nú í sameinuðu sveitarfélagi. Fundarstjóri er Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Árborg.
Hægt verður að bera fram spurningar við útsendinguna á Facebook.