20 Nov Stofnfundur Viðreisnar í Rangárvallasýslu
Posted at 20 Nov 2021
in
Dag.-/Tímasetning
Dagsetning/ar - 20/11
11:00 - 14:00
Staðsetning
Menningarsalurinn á Hellu
Flokkur No Categories
Laugardaginn 20. nóvember nk. ætlum við að stofna félagið Viðreisn í Rangárvallasýslu, sem verður svæðisfélag fyrir öll sveitarfélög sýslunnar.
Stofnfundurinn verður haldinn í Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8 og hefst kl. 11:00.
Léttar veitingar verða í boði og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi verður sérstakur gestur.
Hefur þú áhuga á að byggja upp frjálslynt samfélag og gagnsæja stjórnsýslu í Rangárvallasýslu?
Viltu hafa áhrif á ákvarðanatöku í sveitarstjórnarmálum og stuðla að því að bestu mögulegu ákvarðanir verði teknar, byggðar á faglegum rökum og gagnrýnum vinnubrögðum?
Þá viljum við endilega hafa þig með.