Uppreisn: Hvar er niðurgreiðslan?

Hvenær

16/11    
17:00 - 19:00

Hvar

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík
Þessi viðburður er sá fyrsti af mánaðarlegum málefnafundum Uppreisnar fyrir komandi starfsár🔥 Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Viðreisnar við Ármúla 42, 2.hæð.
Við fáum til okkar Tryggva Guðjón Ingason, formann Sálfræðingafélags Íslands og Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann formanns Viðreisnar til að ræða stöðu sálfræðiþjónustu á Íslandi.
Sérstaklega verður til umræðu niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu ásamt almennrar umræðu um sálfræðiþjónustu og geðheilbrigði í samfélaginu.
Dagskrá:
kl.17:00 – Húsið opnar
kl.17:20 – Erindi frá Tryggva Guðjóni Ingasyni
kl.17:40 – Erindi frá Maríu Rut Kristinsdóttur
kl.18:00 – Spurningar og umræður
kl.18:20 – Kaffihlé
kl.18:35 – Málefni fundarins og næstu skref rædd
kl.19:00 – Fundi slitið
Eftir fundinn mun Uppreisn halda bjórhitting á Skúla-Craft bar og gestir sem hafa áhuga eru hvattir til að kíkja þangað eftir fundinn, sjá meira hér: https://fb.me/e/4pefPLwaC
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Grímur og spritt verða á staðnum, passað verður upp á fjarlægðar- og fjöldatakmarkanir.
Öll eru hjartanlega velkomin sem hafa áhuga á að mæta, sama hvort þau séu meðlimir Uppreisnar eða ekki.