Viðreisn í Garðabæ: Félagsfundur um sveitarstjórnarkosningar

Hvenær

19/01    
20:00 - 21:30
Stjórn Viðreisnar í Garðabæ boðar til félagsfundar til samtals og undirbúnings sveitarstjórnarkosningar næstkomandi vors.
Fundurinn er fjarfundur á Zoom og er opinn öllum skráðum félagsmönnum í Garðabæ. Fundurinn hefst klukkan 20:00 en fundargestir eru boðnir velkomnir fyrr til almenns spjalls. Fundur er ráðgerður í 90 mín.
Dagskrá er eftirfarandi:
1. Val á fundarstjóra.
2. Stjórn leggur fram tillögu um að uppstilling verði fyrirkomulag komandi sveitarstjórnarkosningar og að fundurinn taki ákvörðun um uppstillinganefnd.
3. Umræður um drög að fjárhagsáætlun og áætlanir um framkvæmd kosningabaráttunnar.
4. Umræður um málefnaáherslur og forgangsmál þeirra í kosningabaráttunni. Umræður um fyrirkomulag málefnavinnunar framundan.
5. Önnur mál sem borin yrðu upp til fundarstjóra.
Nýjir félagsmenn sérstaklega boðnir velkomnir. Skráning í Viðreisn fer fram á heimasíðu Viðreisnar.
Áhugasamir og þau sem vilja leggja starfinu lið með hugmyndum, tillögum eða liðsinni sínu eru hvött til að hafa samband hér, í síma 6988998 eða á netfangið gardabaer@vidreisn.is