21 maí Viðreisn sex ára!
Það er með sannri ánægju sem við bjóðum til afmælisveislu laugardaginn kemur, 21. maí kl. 11-13. Við fögnum því að í 6 frábær ár hefur Viðreisn verið sterk og mikilvæg rödd frjálslyndis og réttlætis í samfélaginu.
Líkt og síðustu tvö árin munum við hittast í Þjóðhátíðarlundi í Heiðmörk þar sem verður grillað og leikið og höldum síðan í okkar eigin lund, Frjálslund, til gróðursetningar.
Öllum er velkomið að mæta! Það verður nóg um að vera á svæðinu fyrir alla fjölskylduna.
Þjóðhátíðarlundur er fyrir miðri Heiðmörk, nálægt Löngubrekku. Staðsetningu og aksturleiðir má sjá á kortinu en einnig er hægt að slá nafni lundarins inn í Google Maps.