Viðreisn auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Viðreisn auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Viðreisn er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem mun bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins í Alþingiskosningum í haust. Um er að ræða fullt starf.

Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri flokksins og skipuleggur viðburði í samstarfi við stjórn. Framkvæmdastjóri mun gegna lykilhlutverki í kosningabaráttunni sem er framundan.

Viðreisn auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Viðreisn er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem mun bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins í Alþingiskosningum í haust. Um er að ræða fullt starf.

Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri flokksins og skipuleggur viðburði í samstarfi við stjórn. Framkvæmdastjóri mun gegna lykilhlutverki í kosningabaráttunni sem er framundan.

Hæfniskröfur:

  • Skipulagshæfileikar
  • Þekking á rekstri
  • Góð þekking á stjórnmálum og reynsla af kosningabaráttu
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð og stjórnunarreynsla
  • Eiga auðvelt með að vinna með fólki og vera hvetjandi
  • Góð tölvukunnátta

Flokksmenn eru skemmtilegt fólk sem ætlar sér að breyta íslenskum stjórnmálum varanlega til batnaðar. Þess vegna leitum við að drífandi og kraftmiklum stjórnanda sem getur hafið störf fljótlega.

Umsóknarfrestur er til 20. júní. Umsóknir og ferilskrá skal senda á vidreisnin@vidreisnin.is. Þangað má líka senda fyrirspurnir. Fullum trúnaði er heitið. Stjórn hvetur bæði konur og karla sem uppfylla hæfniskröfur til þess að sækja um starfið.