Viðreisn mælist 7,9%

Samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 1.-2. júní sl. sést að Viðreisn mælist með 7,9% fylgi og bætir við sig 4,4 prósentustiga fylgi frá könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið 12.-13. maí síðastliðinn.

Samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 1.-2. júní sl. sést að Viðreisn mælist með 7,9% fylgi og bætir við sig 4,4 prósentustiga fylgi frá könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið 12.-13. maí síðastliðinn. Það er mesta fylgisaukning flokks á milli þessara tveggja kannana. Minna má á að stofnfundur Viðreisnar var haldinn 24. maí sl. og var talsvert fjallað um flokkinn í tengslum við það. Sem kunnugt er þarf stjórnmálahreyfing að fá minnst 5% fylgi til að koma manni á þing.

Píratar njóta mests fylgis stjórnmálaflokka (28,3%) og eykst það um 2,5 prósentustig milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,9% fylgi og tapar hann 4,3 prósentustigum frá könnuninni í maí. Fylgi VG er nú 16,5% eða 2,4 prósentustigum minna en í maí.

Fylgi Samfylkingarinnar er 1,7 prósentustigum minna en í maí og mælist nú 7,2%. Það er athyglisvert í ljósi þess að formannskjör Samfylkingarinnar hófst 28. maí og var töluvert mikið fjallað um kosninguna og flokkinn í fjölmiðlum dagana áður en könnunin var gerð. Björt framtíð tapar einnig fylgi og er það nú 3,8% en var 4,4% í maí.