Enn einn plásturinn

Rík­is­stjórn­ ­Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar kynnti á dög­unum aðgerð­ir, þar sem ætl­unin er að aðstoða ungt fólk við að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn. Til­gang­ur­inn er að hvetja til sparn­aðar og gera fyrstu íbúð­ar­kaup auð­veld­ari. Veitt er heim­ild til­ að nýta skatt­frjálsan við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað til útborg­unar í fast­eign. Á þetta að jafn­gilda 3% skatta­lækkun í ára­tug. Hækki íbúð í verði í takt við verð­bólgu má gera ráð fyrir að með þessu sé hægt að greiða niður helm­ing 20 millj­óna króna láns á 10 árum.

Þetta hljómar vel við fyrstu sýn, en að öll­u­m lík­indum er þetta til þess fallið að auka eft­ir­spurn eftir fast­eign­um, sem nú þegar er tak­markað fram­boð af vegna ónægs bygg­ing­ar­magns á und­an­förnum árum. Það hefur í för með sér að fast­eigna­verð hækkar og því líkur á að lausnin fall­i um sjálfa sig. Auk þess verða aðgerð­irnar þenslu­hvetj­andi vegna auðs­á­hrif­anna sem verð­hækkun fast­eigna veld­ur. Þessar aðgerðir stjórn­valda gera því lítið gagn ­nema nægi­legt fram­boð eigna sé fyrir hendi.

Ómark­vis­s ­stuðn­ingur

Hátt hlut­fall ungs fólks býr hjá for­eldrum sín­um, eða um 40% fólks á þrí­tugs­aldri ef marka má tölur frá árs­lokum 2014. Hús­næð­is- og leigu­verð er svo hátt að þessum hópi reyn­ist erfitt rað flytja að heiman, en hús­næð­is­verð hefur hækkað um 58% umfram vísi­tölu neyslu­verðs frá­ ár­inu 1997 og leigu­verð um 88% á sama tíma.

Einnig ber að nefna að á ára­bil­inu 1990 til loka árs 2014 hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks á aldr­inum 16-29 ára ein­ungis um 9%. Á þessum tíma dróg­ust svo laun og aðrar starfstengdar tekj­ur ­saman um 17% hjá ald­urs­hópnum 16-29 ára. Þar að auki var hækk­unin ein­ungis um 7% á þessu tíma­bili hjá ald­urs­hópnum 20-24 ára. Ómark­viss stuðn­ing­ur, hár ­bygg­ing­ar­kostn­aður og háir vextir tor­velda þessum hópi svo enn frekar að kaupa ­sér fyrstu fast­eign.

Hár bygg­ing­ar­kostn­aður

Stór orsaka­valdur þess að hús­næði er dýrt er skortur á lóð­um. Einnig spila ýmsar íþyngj­andi reglu­gerðir og óþarfa gjald­taka stóran þátt. Með því að lækka bygg­ing­ar­kostnað má vel auka fram­boð á hús­næð­i. Auka þarf sveigj­an­leika við gerð íbúð­ar­hús­næðis og veita ákveðið frelsi við út­færslu hönn­un­ar. Tryggja þarf að heim­ilt sé að byggja húsnæði með hag­kvæm­um hætti, þó auð­vitað þyrfti að passa að slíkt kæmi ekki niður á öryggi. Til að ­mynda mætti rýmka heim­ildir til íbúða­bygg­ingar og enn fremur byggja fleiri s­mærri og ódýr­ari íbúð­ir, sem gæti orðið til þess að ýta íbúða­verði almennt ­nið­ur. Kröfur um lág­marks­stærðir rýma í íbúðum hafa nú verið felldar nið­ur. Það er dæmi um skref í rétta átt

Mikil þétt­ing byggðar er einnig kostn­að­ar­söm. Oft og tíðum er ekki rými fyrir bíla á götum úti. Þess vegna er bíla­kjall­ari ­byggður með íbúð­ar­hús­næði sem er mjög kostn­að­ar­samt. Byggð í útjaðri byggð­ar­ ­gerir ekki kröfur um dýr bíla­stæði neð­an­jarð­ar. Þeir þættir sem ráða lóða­verð­i eru þannig  – sem og þær reglu­gerðir sem byggt er eftir – að verk­takar hafa hvata til að byggja stórar og dýrar íbúð­ir.

Háir vextir

Bent hefur verið á að Seðla­banki Íslands not­i ­jafn­vel rangar for­sendur stýri­vextir eru ákveðn­ir. Að það sé þver­sögn að vextir hér­lendis séu eins háir og raun ber vitni á með­an verð­bólga er í lág­marki. Stýri­vextir hér­lendis eru tæp 6% á meðan verð­bólga er ein­ungis um 1,1% ­og ekki nema 0,6% án húsnæð­is. Til sam­an­burðar eru ­stýri­vextir á Norð­ur­löndum meira en helm­ingi lægri en á Íslandi, þó verð­bólga þar sé mun hærri en á Íslandi. Að vísu eru allt aðrar hag­tölur þar en hér­lend­is – og því ekki ólík­legt að vextir séu lágir þar­lendis til að keyra staðn­að hag­kerfi í gang.

Lána­kjör til fast­eigna­kaupa eru mun hag­stæð­ari á Norð­ur­lönd­unum en á Íslandi. Á Norð­ur­löndum eru breyti­legir vext­ir á bil­inu 1-2 pró­sent. Sé miðað við lán upp á 30 millj­ónir er árleg­ur ­vaxta­kostn­aður þar um 360-560 þús­und, eða 30-47 þús­und á hverjum mán­uði. Á Ís­landi eru óverð­tryggðir vextir hins vegar um og yfir 7 pró­sent og því meira en 2 millj­ónir króna greiddar í vexti, eða rétt undir 200 þús­und krónur á mán­uði. Þessi hái vaxta­kostn­aður á Íslandi er ungu fólki ofviða og stærsti ­kostn­að­ar­liður íslenskra heim­ila.

Þörf á breyt­ingum

Auð­vitað eru þessar aðgerð­ir ­rík­is­stjórn­ar­innar ekk­ert annað en við­bragð við ókostum krón­unn­ar, líkt og ­leið­rétt­ingin svo­kall­aða. Hún fólst nefni­lega í því að greiða bætur vegna ­geng­is­falls krón­unn­ar. Í þessu til­viki er söku­dólg­ur­inn vaxta­kostn­að­ur­inn, sem er nú eins hár og raun ber vitni vegna óstöð­ug­leika krón­unn­ar.

Mik­il­vægt er að bjóða ungu fólki úrræði sem ­fela í sér raun­veru­legar lausnir sem hjálpa þessum stóra hópi, sem þarf á að­stoð að halda. Í því ljósi er nauð­syn­legt að auka fram­boð og end­ur­skoða ým­is­legt sem tor­veldar fólki að kaupa sér fyrstu fast­eign eða leigja hús­næði á við­ráð­an­legu verði, svo það geti flutt að heiman og stofnað eigið heim­ili. Í stefnu Við­reisnar er fjallað um þennan vanda og lagðar fram ýmsar lausnir til­ að leysa hann. Vand­inn er nefni­lega gríð­ar­legur – og hann þarf svo sann­ar­lega að leysa.