Ísland tækifæranna: vernd gegn mismunun

Á Íslandi er engin löggjöf um bann við mismunum á grundvelli, þjóðernis, kynþáttar, trúar eða þjóðernisuppruna. Ísland sker sig úr meðal Evrópuríkja hvað þetta varða, og ekki á jákvæðan hátt.

Vissulega höfum við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar og erum aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem sumir hafa verið lögfestir, en við höfum enga löggjöf, svipaðra jafnréttislögum þegar kemur að þeirri mismunun sem innflytjendur eru líklegastir til að lenda í.

Á seinasta þingi lagði Þorsteinn Víglundsson fram tvö frumvörp sem hefðu lagað stöðuna. Það voru:

Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Líkt og gildir um allar tillögur sem snúast um mannréttindi má finna fólk sem telur að tillögurnar gætu gengið mun lengra og svo eru þeir eflaust til sem gráta þurrum tárum yfir þeirri staðreynd að  þær hafi dagað uppi.

Mín skoðun væri að það væri gott að fá þessar tilögur inn, sem alla vega fyrsta skref. Vonandi tekst það á næsta þingi.

 

Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin birtist á pawel.is hinn 20. ágúst 2017.