8 staðreyndir um eldsneytisgjöld

1. Mengun á að kosta meira

Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir 2018 sem lagt var fyrir Alþingi rétt fyrir stjórn­ar­slit voru lagðar til tvær breyt­ingar á skatt­lagn­ingu á elds­neyti. Ann­ars vegar var lagt til að gjöld verði sam­ræmd milli bens­íns og dísilolíu svo verð þeirra verði svip­uð. Kolefn­is­gjald á bensín hækkar um nálægt sjö krónum með virð­is­auka­skatti vegna þess­arar breyt­ingar og dísilol­ían um sautján krón­ur. Alþingi þarf að fjalla um nákvæma útfærslu, og verð­lags­breyt­ingar flækja mynd­ina, en þetta eru meg­in­lín­urn­ar. Fyrir venju­legan bens­ín­bíl sem ekið er 10.000 kíló­metra árlega og eyðir 8 lítrum á hundrað­ið, eru þetta 5.600 krónur á ári. Fyrir dísil­bíll sem eyðir 6 lítrum á hundraðið og ekur jafn­langt er árlegur kostn­að­ar­auki 10.200 krón­ur.

2. Vist­vænir bílar ódýr­ari

Einnig er lagt til að und­an­þága frá virð­is­auka­skatti við inn­flutn­ing og sölu nýrra raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bif­reiða, sem gilt hefur frá árinu 2013, verði fest í sessi næstu þrjú ár. Fjár­hæð íviln­un­ar­innar hefur auk­ist mjög síð­ast­liðin ár vegna fjölg­unar slíkra bíla og er gert ráð fyrir að hún nemi rúm­lega 2 millj­örðum á næsta ári. 

3.  Vísi­tala neyslu­verðs hækkar fyrst lít­il­lega en lækkar svo sex sinnum meir

Hækkun gjalda á elds­neyti er talið hækka vísi­tölu neyslu­verðs um 0,08%. Á móti kemur að fyr­ir­huguð breyt­ing á virð­is­auka­skatti sem taka á gildi 1. jan­úar 2019 lækkar vísi­töl­una um 0,5% eða sex sinnum meira. Þetta er vegna þess að skatt­heimta er flutt af inn­lendum neyt­endum yfir á erlenda ferða­menn. Með þessu lækka verð­tryggð lán og afborg­anir sömu­leið­is. 

4. Kíló­metr­inn hefur orðið ódýr­ari

Bens­ín- og olíu­gjöld hafa í gegnum tíð­ina verið hryggjar­stykkið í fjár­mögnun fram­kvæmda og við­halds vega­kerf­is­ins. Á síð­ustu árum hefur það hins vegar gerst að með­al­eyðsla heim­il­is­bíla hefur farið hratt lækk­andi. Tekjur rík­is­ins af eknum kíló­metra hafa því lækkað nokkuð eins og með­fylgj­andi mynd sýn­ir. Áætluð hækkun 2018 heldur gjaldi bens­ín­bíls nán­ast í horf­inu, en á dísil­bíl er þetta aft­ur­hvarf til árs­ins 2014, en hvort tveggja er mun lægra en það var um og uppúr hruni. Myndin dregur fram öll bens­ín- og olíu­gjöld, og gerir því ekki grein­ar­mun á þeim hluta þeirra sem bein­línis er ætl­aður til að fjár­magna vega­kerfið og hins sem er gjald fyrir að menga.

5. Vöru­gjöld lækka hratt

Sömu sögu er að segja af vöru­gjöldum af inn­fluttum bíl­um. Þó tekjur rík­is­ins af þeim hafi hækkað lækka tekjur af hverjum bíl. Ástæðan er sú að vöru­gjöld ráð­ast af áætl­aðri losun koltví­sýr­ings á hvern ekinn kíló­met­er, en áætluð losun hefur minnkað hratt með bættri tækni. Til dæmis lækk­uðu með­al­vöru­gjöld á hvern bíl um 9% milli áranna 2015 og 16.

6. Alþjóð­legar skuld­bind­ingar geta orðið mjög dýrar

Ísland hefur tek­ist á hendur alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bæði með Kyoto-­bók­un­inni og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Tak­ist Íslend­ingum ekki að minnka útblást­ur­inn veru­lega þurfa yfir­völd að kaupa útblást­urs­heim­ildir dýru verði, sem getur numið tugum eða hund­ruðum millj­örðum króna fram til 2030. 

7. Ívilnun dísil­bíla barn síns tíma

Gjöld á dísilolíu hafa um hríð verið lægri á hvern lítra en á bens­ín, m.a. með vísun í minni gróð­ur­húsa­á­hrif. Þessu þykir nú tíma­bært að breyta, meðal ann­ars vegna þess að dísil­bílar sóta meira en bens­ín­bíl­ar. 

8. Aðgerð­irnar hluti af stærri mynd

Aðgerð­irnar sem lagðar eru til í fjár­laga­frum­varp­inu byggja að stofni til á fjár­mála­á­ætlun sem Alþingi sam­þykkti var í vor. Ekki ein­göngu voru þær ætl­aðar til að upp­fylla mark­mið um umhverf­is­vernd heldur voru þær einnig liður í ábyrgri hag­stjórn. 

Ríkið nið­ur­greiðir nú upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva um allt land. Vinna er langt komin í fjár­mála­ráðu­neyt­inu við að end­ur­skoða alla gjald­töku af öku­tækjum og elds­neyti, meðal ann­ars til að taka heild­stætt á rút­um, flutn­inga­bílum og öðrum teg­undum öku­tækja. Þá er langt komin vinna í umhverf­is­ráðu­neyt­inu við að móta heild­stæða lofts­lags­stefnu. Hvort tveggja er í bið­stöðu nú vegna stjórn­ar­slit­anna en hægt að halda áfram með eftir kosn­ing­ar. Allt er þetta gert svo Ísland standi stolt við skuld­bind­ingar sínar í lofts­lags­mál­um, sé leið­andi í vist­vænum sam­göngum og að hér sé það við­tekið að þeir sem menga borgi.

Þegar upp er staðið er mark­miðið að gjöldin hverfi, með því að allir hætti að nota bensín og noti raf­magn í stað­inn. Þannig verður íslenska þjóð­ar­búið meira sjálfu sér nægt. Hvernig við fjár­mögnum vega­kerfið þá er óleyst, enda enn nokkuð í land að orku­skipt­unum verði lok­ið. 

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og aðstoð­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 2. október 2017.