Konur vinna launalaust mánuð á ári

Launa­jafn­rétti var sett á dag­skrá stjórn­mál­anna í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu þegar Við­reisn lagði fram jafn­launa­vottun sem sér­stakt bar­áttu­mál. Jafn­launa­vottun er tæki til þess að tryggja að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu eða sam­bæri­leg störf. Það ætti auð­vitað að telj­ast sjálf­sagt en því miður hefur sú staða ekki enn náðst. Frum­varp Við­reisnar um jafn­launa­vottun var eitt af yrstu þing­málum Við­reisnar og und­ir­strik­aði að jafn­rétti er leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði Við­reisn­ar.  Alþingi sam­þykkti þann 1. júní frum­varpið og það er nú orðið að lög­um. 

Við viljum nú beina kast­ljós­inu að kjörum kvenna­stétta. Konur hafa að með­al­tali 13% lægri laun en karl­ar. Þessi launa­munur hefur þau áhrif að konur vinna því launa­laust einn mánuð á ári, fá greidd laun fyrir 11 mán­uði á ári en karlar 12 mán­uði. Helsta skýr­ingin á þessum launa­mun er að íslenskur vinnu­mark­aður er kyn­bund­inn. Fjöl­mennar kvenna­stéttir í umönn­un­ar- og kennslu­störf­um, svo sem leik­skóla­kenn­ar­ar, grunn­skóla­kenn­arar og starfs­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu fá greidd lægri laun en fjöl­mennar karla­stétt­ir. Þessar hefð­bundnu kvenna­stéttir vinna engu að síður störf sem við erum öll sam­mála um að gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Og við finnum öll fyrir afleið­ingum þess þegar illa gengur að fá fólk til að sinna þessum störf­um.  

Þjóð­ar­sátt um kjör kvenna­stétta

Með póli­tískum vilja Við­reisnar varð launa­jafn­rétti að kosn­inga­máli fyrir ári og með póli­tískum vilja varð jafn­launa­vottun svo að lögum í vor. Með póli­tískum vilja er hægt að stuðla að breyt­ingum hvað þetta varð­ar. Í umræð­unni um vel­ferð­ar­sam­fé­lagið og hlut­verk þess verður að ræða hlut kvenna­stétt­anna sem sinna mik­il­vægum störfum vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sam­eig­in­lega aðkomu hins opin­bera sem launa­greið­anda og allra stétt­ar­fé­laga, á hinum almenna og opin­bera vinnu­mark­aði. Meta þarf umfang þessa launa­munar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefð­bund­inna víxl­hækk­ana launa. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður þar að vera sam­stiga um að þessar sér­tæku hækk­anir verði ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra stétta. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka höndum saman um að fjár­magna skuli þessar lag­fær­ing­ar. Hlut­verk stjórn­mál­anna verður að leiða þetta sam­tal.  Þar skiptir máli að hið opin­bera er launa­greið­andi margra þess­ara stétta. Það er nefni­lega ekki lög­mál að staðan þurfi að vera svona. Þetta órétt­læti hefur jafn­framt afleið­ingar sem sam­fé­lagið allt finnur fyr­ir. Það er við­var­andi og vax­andi vanda­mál að manna störf í leik­skól­um, skólum og á heil­brigð­is­stofn­un­um. For­senda þess að upp­bygg­ing þess­ara grunn­stoða verði raun­veru­leg er að sam­hliða verði farið í átak í kjara­málum þess­ara hópa. 

Höf­undur situr á fram­boðs­lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ing­um. Grein var fyrst birt á Kjarnanum 19. október 2017.