Viðreisn er mætt í bæjarmálin

Sumarið gaf okkur forsmekkinn í byrjun vikunnar með sól og sumaryl og ósjálfrátt fylltist maður bjart­sýni og gleði. Það var því viðeigandi fyrir okkur í Viðreisn að tilkynna framboð okkar til bæjarstjórnar Hafnar­fjarðar á sama tíma.

Ég er uppalinn í leikhúsinu og þar er hamrað á því að mikil­vægasta fólkið í leikh­ús­inu sé áhorfandinn. Í stjórn­málum er mikilvægasta fólkið almenningur, fólkið sem við viljum þjónusta og hverra hagsmuna við vilj­um standa vörð um. Stundum gleymist þetta í hita leiksins en ekki hjá Viðreisn. Almannahagsmunir framar sérhags­munum eru og verða ávallt okkar leiðarljós.

Við munum reka jákvæða kosningabaráttu og horfa til framtíðar, að gera góðan bæ betri. Við munum tækla mál­efnin ekki manneskjuna. Við verð­um málefnaleg og mun­um tala í lausnum. Okkur er sama hvaðan gott kemur svo lengi sem það kemur.

Við hlökkum til að eiga samtal við ykkur íbúa Hafnar­fjarðar og hlusta á ykkar sjónarmið og hugmyndir.

Gerum góðan bæ betri og gerum það saman.

Jón Ingi Hákonarson
oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.

Greinin birtist í 17. tbl. Fjarðarfrétta 2018