Fjárfestum í fólki

Und­an­farin fjögur ár hef ég verið svo heppin að fá að þjóna íbúum í Kópa­vogi sem bæj­ar­full­trúi og for­maður bæj­ar­ráðs og skipu­lags­ráðs. Við höfum unnið af heil­indum og vandað okk­ur. Við leggjum þau verk í dóm kjós­enda, sátt við árang­ur­inn. Verk­efn­unum er hins vegar ekki lokið þó mál­efna­skrá núver­andi meiri­hluta sé tæmd. Það eru fleiri verk að vinna.

Okkur hefur tek­ist að laða að fjöl­mörg stór fyr­ir­tæki og rík­is­stofn­anir sem hafa valið sér ný fram­tíð­ar­heim­ili í Kópa­vogi. Það hafa tæp­lega 4.000 manns einnig gert. Við höfum styrkt stoðir grunn­þjón­ust­unn­ar, m.a. með fjölgun félags­legra íbúða, styrk­ingu dag­vistar­úr­ræða fyrir yngstu Kópa­vogs­bú­ana og fram­úr­skar­andi þjón­ustu við fatl­aða. Við viljum að fólk­inu okkar líði vel og þess vegna ætlum við líka að tryggja rekstur Geð­rækt­ar­húss í gamla Hress­ing­ar­hæl­inu sem þjón­ustar þá sem þurfa stuðn­ing og þess að utan um þá sé tek­ið.

Fimm hverfi bæj­ar­ins munu á næstu árum ganga í metn­að­ar­fulla end­ur­nýjun líf­daga. Í því verk­efni þarf að halda vel um stjórn­ar­taumana og tryggja náið sam­starf við íbúa og fyr­ir­tæki til að hverfin haldi áfram að þjóna hags­munum íbú­anna, og til að tryggja aukið fram­boð af litlum og með­al­stórum íbúð­um. Við ætlum líka að halda áfram að tala við fólkið okkar og fá það til að hjálpa okkur að velja verk­efni sem sett verða í for­gang í íbúa­lýð­ræð­is­verk­efn­inu „Okkar Kópa­vog­ur“ en yfir 70 ný verk­efni sem styrkja nærum­hverfið hafa verið fram­kvæmd á kjör­tíma­bil­inu. Við ætlum líka að tvö­falda það fjár­magn sem nýtt hefur verið til að hlúa að nær­sam­fé­lag­inu í ein­stökum hverf­um.

Íbúum hefur einnig fjölgað ört í efri byggðum Kópa­vogs. Þar liggur fyrir að ljúka þarf við frá­gang á umhverfi í nýrri hverf­um, hlúa að þeim eldri og bæta umferð­ar­flæði út úr hverf­un­um. Við viljum setja í for­gang að ljúka við Arn­ar­nes­veg­inn.

Við viljum líka fjár­festa í unga fólk­inu okkar með því að bæta starfs­um­hverfi skól­anna, end­ur­bæta skóla­lóð­ir, bjóða upp á holla og nær­ing­ar­ríkan mat, tryggja frá­bæra íþrótta- og tóm­stunda­að­stöðu og stofna afreks­sjóð til að styrkja ungt afreks­fólk í íþrótt­um. Við ætlum að jafna aðstöðu barna sem búa við skort og tryggja þeim þátt­töku í íþróttum og æsku­lýðs­starfi. Hið sama gildir um eldri borg­ara. Við ætlum m.a. að tryggja þeim frí­stunda­kort til að styðja þá til að við­halda hreysti og heilsu.

Ágæti kjós­andi í Kópa­vogi. Ég og félagar mínir í BF Við­reisn viljum halda áfram traustum rekstri bæj­ar­ins og tryggja þannig fram­úr­skar­andi þjón­ustu og vellíðan bæj­ar­búa á öllum aldri. Til þess þurfum við þinn stuðn­ing.

Höf­undur er odd­viti BF Við­reisnar í Kópa­vog­i.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 25. maí 2018