Hvað höfum við gert á tveimur árum?

Hún var ein­föld aug­lýs­ingin sem birt­ist vegna stofn­unar Við­reisnar í Hörpu fyrir tveimur árum. Fólki sem vildi leggja áherslu á frjáls­lyndi, alþjóða­sam­vinnu, jafn­rétti og heið­ar­leika í þágu almenn­ings var boðið að koma saman og stofna stjórn­mála­flokk.

Lyk­il­stef flokks­ins frá upp­hafi hefur verið almanna­hags­munir framar sér­hags­mun­um. Til­tölu­lega ein­falt og skýrt leið­ar­ljós í öllum þeim verk­efnum sem við höfum tekið þátt í. Tvö ár eru kannski ekki langur tími en hann getur verið drjúgur tími í póli­tík, sér í lagi þegar nýr flokkur fer í gegnum tvennar kosn­ingar og þær þriðju eru á næsta leyti. Þá er mik­il­vægt, þrátt fyrir sam­starf í rík­is­stjórn, að stjórn­mála­flokkur haldi karakt­er­ein­kennum sínum og grund­vall­ar­hug­sjón­um. Og komi sér að verki.

Við komum til dyr­anna eins og við erum klædd, tölum fyrir áherslum okkar og gerum allt sem í valdi okkar stendur til að skila áþreif­an­legum árangri. Á skömmum líf­tíma höfum við sýnt svo ekki verður um vill­st, að það getum við. Við nýttum vel tím­ann sem við vorum í rík­is­stjórn og það sama má segja um þá mán­uði sem við höfum nú starfað í stjórn­ar­and­stöðu. Þegar heild­ar­myndin er skoðuð getum við í Við­reisn verið stolt af verkum okk­ar. Sem eru mörg og fjöl­breytt þrátt fyrir ungan aldur flokks­ins. Við höfum talað fyrir almanna­hags­munum og boðið sér­hags­munum birg­inn. Við höfum talað fyrir því að vera virk þjóð á meðal þjóða með öfl­ugri Evr­ópu­sam­vinnu og við höfum haft hug­rekki til að tala fyrir löngu tíma­bærum breyt­ingum á úreltum valda­kerfum í land­inu.

Skoðum hluta þess­ara verk­efna síð­ustu tveggja ára:

 1. Settum jafn­launa­vottun í lög
 2. End­ur­skoð­uðum pen­inga­mála­stefnu Íslands með það að mark­miði að lækka vexti og minnka sveiflur hjá fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum
 3. Settum af stað sátta­nefnd um sann­gjarna gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi
 4. Breyttum skil­grein­ingu á nauðgun í hegn­ing­ar­lögum
 5. Opn­uðum reikn­inga stjórn­ar­ráðs­ins
 6. Lögðum fram aðgerða­á­ætlun í hús­næð­is­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu
 7. Lækk­uðum vaxta­kostnað um 6 millj­arða
 8. Und­ir­strik­uðum mik­il­vægi Evr­ópu­sam­vinnu
 9. Þre­föld­uðum fjár­veit­ingar til mót­töku flótta­manna.
 10. End­ur­skoð­uðum búvöru­samn­inga og fengum neyt­enda­sjón­ar­mið að borð­inu
 11. Fórum fram á rann­sókn á aðkomu rík­is­ins að bygg­ingu kís­il­vers
 12. Lögðum fram þings­á­lyktun um trygg­ingu gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga með það að sjón­ar­miði að tryggja að kostn­að­ar­á­ætl­anir rík­is­ins stand­ist
 13. Lögðum til end­ur­skoðun á hegn­ing­ar­laga­á­kvæðum um æru­meið­ingar og brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins
 14. Lögðum fram skýrslu­beiðni um aðkomu huldu­að­ila að kosn­ingum

Önnur mál sem bíða nú afgreiðslu Alþingis – og reyna á vilja stjórn­ar­meiri­hluta:

 1. Afnám und­an­þágu MS frá sam­keppn­is­lögum
 2. End­ur­mat á hval­veiði­stefnu Íslands
 3. Þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta
 4. Breyt­ingar á lögum um manna­nöfn
 5. Breyt­ingar á útlend­inga­lögum til að veita börnum rétt til dval­ar­leyfis
 6. Frelsi á leigu­bíla­mark­aði
 7. Brott­fall frá kröfu um rík­is­borg­ara­rétt opin­berra starfs­manna
 8. Sál­fræði­þjón­usta í opin­berum háskólum
 9. Jafn­rétt­is­stefna líf­eyr­is­sjóða
 10. Afnám einka­sölu ÁTVR á áfengi
 11. Betrun fanga
 12. Hjóla­leið milli Reykja­víkur og Flug­stöðvar Leifs Eiríks­sonar
 13. Skatta­af­sláttur vegna end­ur­greiðslu náms­lána

Eins og sést er Við­reisn flokkur allra þeirra sem vilja að unnið sé að almanna­hags­mun­um, frelsi, jafn­rétti og gegn­sæi í póli­tísku starfi. Mark­miðin eru rétt­látt sam­fé­lag, stöðugt efna­hags­líf og fjöl­breytt tæki­færi.

Nú þegar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar eru framundan er ég sann­færð um að fólkið okkar sem tekur þátt á listum á 13 stöðum á land­inu muni láta verkin tala og hafa þor til að breyta í þágu almann­hags­muna. Það eru okkar karakt­er­ein­kenni. Og þannig mun Við­reisn halda áfram að vaxa og dafna líkt og ung­ling­ur­inn sem fer í gegnum þroska­ferli með marg­vís­legum áskor­un­um.

Við hlökkum til.