Mætum undirbúin til fjórðu iðnbyltingarinnar

Fjórða iðn­bylt­ingin mun gjör­breyta flestum atvinnu­grein­um. Störf breytast, hverfa og ný verða til. Breytt færni hefur í för með sér breytt skipu­lag atvinnu­lífs, hvorki meira né minna. Ein­hverjar starfs­stéttir taka þó minni breyt­ingum en aðr­ar, en fá nýja tækni inn í starfs­um­hverfi sitt með beinum eða óbeinum hætti. Ein þess­ara stétta eru kenn­ar­ar, en spáð hefur verið að starf þeirra taki hvað minnstum breyt­ing­um.

Í nýút­kominni skýrslu nefndar á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Ísland og fjórða iðn­bylt­ing­in, er farið yfir mögu­lega þýð­ingu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar á öll störf, m.a. kenn­ara­starf­ið. Þar er fjallað um mik­il­vægi þess að skoða þá þætti þar sem tækni getur bætt starfs­að­stöðu fólks til muna og aukið vel­ferð á vinnu­stað. Slík mark­mið sé nauð­syn­legt að ræða þegar fjallað er um upp­brot á vinnu­mark­aði vegna tækni­breyt­inga. Hin svo­kall­aða sjálf­virkni­væð­ing mun hafa í för með sér ákveðna  hag­ræð­ingu.

Til þess að kenn­ara­starfið stand­ist þá sam­keppni sem verður um vel menntað starfs­fólk í heimi hinna öru tækni­breyt­inga verða vinnu­veit­end­urn­ir, þ.e. sveit­ar­fé­lög­in, að taka þau skref sem hægt er að taka í þágu tækni og auk­innar vel­ferðar á vinnu­stað. Ein­fald­ara aðgengi að alls kyns þjón­ustu er liður í því sem og að raf­rænum kerf­um, sem ætlað er að halda utan um viða­mikið starf kenn­ar­ans. Sveit­ar­fé­lögin verða að huga að sínum mannauði þegar áhrif fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar eru met­in. Lyk­ill að vel­ferð hvers sveit­ar­fé­lags er mannauð­ur­inn og hann skap­ast ekki án góðrar und­ir­stöðu, sem er mennt­un­in.

Fjár­fest í fram­tíð­inni

Ákvarð­anir sveit­ar­stjórna um fjár­fest­ingu hafa bein áhrif á starfs­um­hverfi. Sveit­ar­stjórnir verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að sporna við aft­ur­för í starfs­um­hverfi kenn­ara. Skóla­kerfið má ekki drag­ast aftur úr en það ger­ist og ger­ist mjög hratt ef tæknin skilar sér ekki inn í starf kenn­ar­ans eins og öll önnur störf. Það skiptir mestu að hlúa vel að stör­f­un­um, sem aldrei munu hverfa.

Ég legg fram til­lögu í bæj­ar­stjórn Garða­bæjar um að mæta fram­tíð­inni, bæta vel­ferð og efla starfs­um­hverfi kenn­ara sér­stak­lega með því að und­ir­búa inn­leið­ingu raf­ræns kerf­is. Kerfis sem auð­veldar kenn­ur­um/­skólum að mæta fjöl­breyttum þörfum nem­enda byggt á hæfni þeirra og náms­getu. Með inn­leið­ingu slíks kerfis má ein­falda utan­um­hald gagna, upp­lýs­inga­gjöf til nem­enda og fá um leið góða yfir­sýn yfir náms­fram­vindu.

Við í Garða­bæj­ar­list­anum viljum að bæj­ar­stjórn Garða­bæjar geri það sem í hennar  valdi stendur til þess að styrkja skóla­kerfið okkar og standa fremst meðal þjóða.

Höf­undur er odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.