Eru atkvæði skiptimynt?

Þorsteinn Pálsson

Ný­leg um­mæli þeirra Loga Einars­sonar, formanns Sam­fylkingarinnar, og Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun at­kvæða milli lands­hluta má endur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál.“

Þannig hefst grein, sem Þröstur Ólafs­son hag­fræðingur skrifaði ný­verið í Kjarnann. Til­efni hennar voru við­brögð þessara tveggja formanna við svari Katrínar Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra við þeirri fyrir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunnars­dóttur, formanns Við­reisnar, hvort setja ætti jöfnun kosninga­réttar á dag­skrá við endur­skoðun stjórnar­skrárinnar.

Í grein sinni segir Þröstur Ólafs­son einnig: „Jöfnun at­kvæða­vægis er mergurinn málsins. Það er ekki og má aldrei verða skipti­mynt, því þarna liggur lykillinn að sam­fé­lags­legum grund­velli lýð­ræðis­legra stjórnar­hátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­reisn heldur kúrs.“

Rök­ræðu­könnunin setti jafnt vægi at­kvæða á dag­skrá

Rekja má að­draganda þessarar um­ræðu til við­horfs­könnunar, sem for­sætis­ráð­herra og for­menn stjórn­mála­flokka beittu sér fyrir á liðnu ári. Henni var svo fylgt eftir með rök­ræðu­könnun, sem er afar merki­legt ný­mæli hér á landi. Þar fékkst skýr mynd af því hvernig fólkið í landinu hugsar um endur­skoðun stjórnar­skrárinnar.

For­sætis­ráð­herra setti jöfnun at­kvæða ekki á dag­skrá við þá á­fanga­skiptu endur­skoðun stjórnar­skrárinnar, sem nú fer fram. Rök­ræðu­könnunin sýndi hins vegar að fólkið í landinu telur að þetta við­fangs­efni eigi að vera á dag­skrá.

Þegar að var spurt, gat for­sætis­ráð­herra því varla gengið skemur til móts við þetta af­gerandi álit en að bjóðast til að kanna hug formanna annarra flokka til þess. Ætla verður að hugur hafi fylgt máli. En ekki er unnt að úti­loka að þetta hafi að­eins verið leikur í stöðunni til að geta sagt við þjóðina að ekki hafi verið nægur sam­hugur á Al­þingi.

Jöfnuður, skipti­mynt eða: ekki for­gangs­mál

Þegar kemur að spurningunni um vægi at­kvæða má með hæfi­legri ein­földun skipta af­stöðu stjórn­mála­flokka í þrennt: Fyrst eru það þeir sem telja að jafn at­kvæðis­réttur sé grund­vallar­regla lýð­ræðis­legra stjórnar­hátta og megi því ekki vera skipti­mynt til þess að jafna mis­munun á öðrum sviðum.

Svo eru það þeir sem telja að at­kvæða­rétturinn eigi bein­línis að vera skipti­mynt. Hugsunin virðist vera þessi: Þar sem hallar á lands­byggðina telst það jafnað út í skiptum fyrir þyngri at­kvæði. Þannig eru allir jafnir.

Þá eru það þeir sem vilja, eða segjast vilja, jafnan kosninga­rétt en telja að ekki beri að setja það mál í for­gang þegar hag­kvæmt þykir að halda friðinn við fylgj­endur skipti­myntar­hug­mynda­fræðinnar.

Að rjúfa friðinn

Á síðustu öld rauf Sjálf­stæðis­flokkurinn tví­vegis, 1942 og 1959, friðinn við fylgj­endur hug­mynda­fræðinnar um at­kvæði sem skipti­mynt. Þá voru skref stigin til jöfnunar at­kvæða í sam­vinnu við Al­þýðu­flokk, Sósíal­ista og síðar Al­þýðu­banda­lag. Við lok síðustu aldar stigu svo allir flokkar í sátt og sam­lyndi lítið skref í áttina.

Á þessari öld hefur Sjálf­stæðis­flokkurinn kosið að halda friðinn við þá sem líta á at­kvæði sem skipti­mynt. Engum ætti að koma á ó­vart að mið­flokks­menn fylgi hinni gömlu rót­grónu af­stöðu Fram­sóknar um mis­vægi at­kvæða.

En ugg­laust hefur það komið fleirum en Þresti Ólafs­syni í opna skjöldu, að jafnaðar­menn á Al­þingi skyldu nú í fyrsta sinn flytja sig yfir í raðir þeirra sem telja að friðurinn við fylgj­endur hug­mynda­fræðinnar um at­kvæði sem skipti­mynt, skuli hafa for­gang.

Eftir­fylgnin á Al­þingi veikt

Ræða, sem Birgir Ár­manns­son, for­maður þing­flokks sjálf­stæðis­manna, hélt fyrr í vetur um þetta efni á Al­þingi, benti til þess að ekki væri úti­lokað að flokkur hans væri nú til­búinn til þess að taka höndum saman við aðra þá sem vilja jafna vægi at­kvæða. Lík­lega þarf þó mikinn þrýsting til þess að það gerist.

Álit fólksins í rök­ræðu­könnuninni ýtti greini­lega við Sjálf­stæðis­flokknum. Það veikir hins vegar eftir­fylgnina á Al­þingi, ef Sam­fylkingin hyggst í raun skerast úr leik, í full­kominni and­stöðu við það álit.

Sögu­legt tæki­færi gæti af þessum sökum farið for­görðum.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí 2020