Þorsteinn Pálsson

Sumir segja að það hafi vantað póli­tík í sveitarstjórnarkosningarnar. Framsókn segir aftur á móti að stórsigur hennar endurómi kröfur um breytingar þar sem miðjan fái aukið vægi á kostnað flokka lengst til vinstri og hægri. Í landsmálapólitísku samhengi er þetta einkar áhugavert sjónarmið. Miðjan En hvað er miðjupólitík? Sumir...

Undir lok síðasta árs var til­finning margra sú að borgar­stjórnar­meiri­hlutinn sigldi mót­byr inn í kosninga­bar­áttuna. Nú sjást aftur á móti vís­bendingar um að hann geti haldið velli á laugar­daginn. Meiri­hlutinn gerði sátt­mála við ríkis­stjórnina um helsta stefnu­mál sitt um al­mennings­sam­göngur, sem eru hin hliðin á stefnu...

Ívið­tali við Ríkis­út­varpið fyrir réttri viku sagði Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra að traust for­sætis­ráð­herra á fjár­mála­ráð­herra myndi koma ríkis­stjórninni í gegnum banka­sölu­stríðið. Þarna hitti mat­væla­ráð­herra naglann á höfuðið. Eina leiðin fyrir for­sætis­ráð­herra til að halda stjórninni saman í þessari krísu var að víkja til hliðar pólitískum gildum...

Íljóði Tómasar svipar hjörtum mannanna saman í Súdan og Grímsnesinu. Nú slá pólitísku hjörtun í takt í Stjórnarráðshúsinu og Downingstræti 10. En enginn yrkir fallega um það. Breski forsætisráðherrann vildi láta innanbúðarúttekt nægja vegna Partygate, en stjórnarandstaðan krafðist rannsóknar á vegum þingsins, auk lögreglurannsóknar. Á endanum...

Viðbrögð almennings við bankasölumálinu minna um margt á Wintris-málið 2016, sem var þó miklu minna. Pólitísku varnarviðbrögðin eru hins vegar allt önnur nú en þá. Í Wintris-málinu skutu fáir þingmenn skildi fyrir forsætisráðherra. Hann lagði fjármálaeftirlitið ekki niður og baðst lausnar. Í bankasölumálinu enduróma þingmenn...

Viðbrögð við hneykslismálum síðustu viku, siðareglubroti innviðaráðherra og bankasölunni, eru fyrstu dæmin um að forsætisráðherra hafi mistekist að leiða pólitísk raflost í jörð. Ríkisstjórnin hefur ekki pólitískan áttavita til að sigla eftir. Það er veikleiki. En hitt er öllu alvarlegra að hún á heldur ekki siðferðilegan áttavita. Óklárað...

Ímynd stjórnmálamanna í fjölmiðlum er ekki alltaf í beinu samhengi við verkin og veruleikann. Jón Gunnarsson fékk til að mynda sérlega óblíðar móttökur í fjölmiðlum þegar hann tók við embætti dómsmálaráðherra. Á hinn bóginn hafa fáir ráðherrar verið hafnir jafn mikið upp til skýjanna eins...

Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að eyðileggja hluta fjörunnar í Skerjafirði. Það á að gera með uppfyllingu og einhvers konar nýrri gervifjöru út frá suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Málið er flókið af því að það tengist áralöngum deilum um flugvöllinn. Bretar byggðu þennan flugvöll eftir að þeir hernámu Ísland...

Eftir kosningar hefur ríkisstjórnin aðeins tekið eina stefnumarkandi ákvörðun í efnahagsmálum. Hún er sú að fresta því að taka á skuldavanda ríkissjóðs þar til á næsta kjörtímabili. Í utanríkis- og varnarmálum hefur engin ný stefnumarkandi ákvörðun verið tekin. Aðvörunarskot seðlabankastjóra Í byrjun þessa mánaðar kom Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri...

Blóðbaðið í Úkraínu er sterk áminning. Það sýnir hversu fljótt veður skipast í lofti. Þessa daga skilja engir betur en Úkraínumenn að afl lýðræðisþjóða í Evrópu til að tryggja hagsmuni sína felst í aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Einhugur í stað efasemda Allar lýðræðisþjóðir álfunnar deila þessum skilningi...