Öðru­vísi í­þrótta­ár

Með hverri viku skerpist sú sýn sem við höfum á gríðar­legt um­fang nei­kvæðra af­leiðinga kóróna­veirunnar. Af­leiðinga sem allir lands­menn takast nú á við, á einn eða annan hátt. Einn lítill en mikil­vægur þáttur er á­hrifin á í­þrótta­iðkun barna og ung­linga. Í­þrótta­fé­lögin standa nú frammi fyrir ærnu verk­efni, að takast á við skerðingar á tekjum og starf­semi vegna heims­far­aldurs kóróna­veirunnar, án þess að það komi niður á öflugu og sam­fé­lags­lega mikil­vægu starfi þeirra.

Fjöl­margar rann­sóknir, ís­lenskar jafnt sem er­lendar, hafa sýnt fram á þau já­kvæðu á­hrif sem skipu­lagt í­þrótta­starf hefur á náms­árangur, líðan og sjálfs­virðingu barna og ung­menna. Nær ó­þarft er að auki að nefna for­varnar­gildi í­þrótta­starfs gagn­vart skað­legri hegðun á borð við af brot og vímu­efna­neyslu. Þess vegna hef ég lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu um að öll börn 6-18 ára fái gjafa­bréf upp á 25.000 krónur, sem nýta megi til greiðslu iðk­enda­gjalda hjá í­þrótta­fé­lögum í sumar og næsta vetur.

Ríf­lega 40.000 börn og ung­menni voru skráðir iðk­endur hjá í­þrótta­fé­lögum innan Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands sam­kvæmt skýrslum sem var skilað inn til sam­bandsins fyrir árið 2018. Sam­dráttur í starfi í­þrótta­fé­laga, sér í lagi skerðing á fjöl­breytni starfsins, eykur líkurnar á því að hópur ung­menna muni falla úr eða aldrei hefja þátt­töku í í­þrótta­starfi. Því til við­bótar er ljóst að erfiður fjár­hagur margra heimila vegna CO­VID19 mun ein­fald­lega draga úr getu fólks til að standa undir kostnaði við í­þrótta­iðkun barna og ung­linga.

Gjafa­bréfið kemur í veg fyrir að börn og ung­menni þurfi að láta af þátt­töku í skipu­lögðu í­þrótta­starfi vegna efna­hags­á­standsins og dregur á sama tíma úr fyrir­liggjandi tekju­tapi í­þrótta­fé­laganna. Það er vissu­lega hörð sam­keppni um stuðning hins opin­bera þessa dagana. Þetta mál er hins vegar af þeim toga að ég geri mér góðar vonir um að það hljóti já­kvæðar undir­tektir. Þetta verður öðru­vísi í­þrótta­ár, en við getum látið það verða gott í­þrótta­ár.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. maí 2020