Það sem ríkið þarf ekki að gera

Íbar­áttunni við CO­VID-19 hefur enginn skortur verið á hræði­legum hug­myndum. Þar má nefna á­ætlanir Andrew Cu­omo, ríkis­stjóra New York, til að þvinga fanga til að fram­leiða sótt­hreinsi­spritt launa­laust. Lykla­borð­s­kommún­istar þar­lendis sögðu þetta lausnina sem markaðs­hag­kerfið byði upp á. Menn þurfa hins vegar að vera djúpt sokknir í pólitískum kreddum til þess að halda að ríkis­vald sem þvingar fólk í nauðungar­vinnu fyrir skipu­lagða fram­leiðslu endur­spegli markaðs­hag­kerfi.

Verð­frysting á spritti og and­lits­grímum hefur einnig borið á góma, jafn­vel að ríkis­stjórnir stilli verð niður í brota­brot af fram­leiðslu­kostnaði. Í fljótu bragði kann það að hljóma vel en það liggur í augum uppi að ef verði á vöru er haldið niðri með valdi hverfur hvati ein­stakra fyrir­tækja til að breyta háttum og hefja fram­leiðslu á slíkum vörum. Með lág­marks­verð og þ.a.l. lág­marks­fram­leiðslu hvetja stjórn­völd þá sem selja vörurnar til þess að sitja á þeim og fram­leiða ekkert og skapa þar með skortinn sem þau vildu forðast í upp­hafi. Vísast er að leyfa fram­leið­endum og kaup­endum að á­kveða verð og stilla fram­leiðslu í takt við það. Slíkt veitir sam­keppnis­hæfustu aðilunum tæki­færi til að fram­leiða það magn sem heil­brigðis­starfs­fólk og aðrir þurfa til þess að takast á við far­aldurinn. Nú þegar hafa verk­stjórar í bavarískum bíla­iðnaði og banda­rískum málningar­verk­smiðjum séð hag sinn í fram­leiðslu á öndunar­vélum og spritti, án af­skipta þar­lendra yfir­valda.

Ríkið þarf ekki að skikka málningar­fram­leið­endur og bíla­verk­smiðjur (eða þvinga fanga) til að breyta fram­leiðslu­línum og búa til lífs­nauð­syn­legan hlífðar­búnað eins og grímur og spritt. Ríkið þarf heldur ekki að skipu­leggja vöru­dreifingu og heim­sendingu til tug­þúsunda manna á svip­stundu.

Við njótum öll góðs af því að fyrir nokkrum árum síðan sáu á­hættu­sæknir frum­kvöðlar fyrir sér fram­tíð þar sem hver sem er gæti pantað hvað sem er (og sér í lagi mat) á Inter­netinu og fengið það sent heim að dyrum. Allir sem hafa unnið með mat­vöru þekkja að það er hægara sagt en gert að koma henni frá býli til bæjar í góðu lagi og hvað þá loka­metrana að matar­borðinu. Allir sem hafa unnið við vef­for­ritun þekkja líka að það tekur marga for­ritara mörg ár með margar milljónir að þróa hug­búnað sem upp­fyllir kröfur al­mennings. Við stillum gæða­kröfurnar okkar við staf­rænar vörur frá Face­book, App­le og Amazon með sína tugi þúsunda hug­búnaðar­verk­fræðinga og hönnuði. Lítill sproti þarf að keppa við það til að halda at­hyglinni okkar og við­skiptum. Það er þeirri vinnu að þakka að við getum núna tekist á við far­aldurinn betur en ella.

Ríkis­stjórnir um allan heim þurftu að skipu­leggja ýmis­legt við upp­haf árs til þess að búa sig undir heims­far­aldurinn. Margar hefðu líka mátt huga að því betur á árunum í að­draganda veirunnar, eins og að ganga úr skugga um nægar birgðir fyrir heil­brigðis­starfs­fólk. Blessunar­lega hefur þó fram­tak fyrir­tækja og ein­stak­linga dregið úr á­hyggjum um mat­væla­öryggi og fram­leiðslu á lífs­nauð­syn­legum birgðum. Því hug­viti og þeirri for­sjálni megum við vera þakk­lát.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. maí 2020