20 framboð til embætta

Þegar framboðsfrestur til embætta, utan varaformanns, rann út kl. 12.00 miðvikudaginn 23. september höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna um framboð.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á vidreisn.is kl. 8.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til kl. 16.30. Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum.

Við minnum á að félagsmenn geti skráð sig á landsþing til kl. 7.00, föstudaginn 25. september.

Eftirfarandi framboð hafa borist til embætta Viðreisnar sem kosið verður um á landsþingi föstudaginn 25. september. Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur á vefnum landsthing.is

Til formanns Viðreisnar:

 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

 

Til stjórnar:

 • Andrés Pétursson
 • Axel Sigurðsson
 • Benedikt Jóhannesson
 • Elín Anna Gísladóttir
 • Jasmina Vajzovic Crnac
 • Karl Pétur Jónsson
 • Konrad H Olavsson
 • Sigrún Jónsdóttir
 • Sonja Jónsdóttir
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

 

Til formennsku í atvinnumálanefnd:

 • Jarþrúður Ásmundsdóttir
 • Thomas Möller

 

Til formennsku í efnahagsnefnd:

 • Gunnar Karl Guðmundsson

 

Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd:

 • Ólafur Guðbjörn Skúlason

 

Til formennsku í innanríkisnefnd:

 • Geir Finnsson

 

Til formennsku í jafnréttisnefnd:

 • Oddný Arnarsdóttir

 

Til formennsku í mennta- og menningarnefnd:

 • Hildur Betty Kristjánsdóttir

 

Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd:

 • Jón Þorvaldsson

 

Til formennsku í utanríkisnefnd:

 • Benedikt Kristjánsson

 

Kjörstjórn landsþings Viðreisnar 2020,

Aron Freyr Jóhannsson, Dóra Sif Tynes og Pétur Steinn Guðmundsson