Daði Már Kristófersson nýr varaformaður

Velheppnuðu landsþingi Viðreisnar lauk nú rétt í þessu með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar. Alls kusu 211 og hlaut Daði Már 198 atkvæði. Ágúst Smári Bjarkarson fékk 8 atkvæði. Auð atkvæði voru fimm. 

Fyrr á þinginu var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir endurkjörin sem formaður með 341 atkvæði. 

Í stjórn voru kjörin: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Tveir varamenn í stjórn eru Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir. 

Formenn málefnanefnda eru; 

Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður atvinnumálanefndar, 

Gunnar Karl Guðmundsson, formaður efnahagsnefndar

Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður heilbrigðis- og velferðarnefnar

Geir Finnsson, formaður innanríkisnefndar

Oddný Arnarsdóttir, jafnréttisnefndar

Hildur Betty Kristjánsdóttir, formaður mennta- og menningarnefndar

Jón Þorvaldsson, formaður umhverfis- og auðlindanefndar

Benedikt Kristjánsson, formaður utanríkisnefndar