Viðnámi breytt í sókn

Staðan er snú­in. Að sam­fé­lag­inu steðjar vandi í efna­hags- og fé­lags­mál­um sem á rót að rekja til heims­far­ald­urs­ins og viðbragðanna við hon­um. Loks er út­lit fyr­ir að unnt verði að hemja hann með bólu­efn­um á næsta ári, en þó varla að fullu fyrr en und­ir lok þess árs. Búsifjar hafa orðið mikl­ar og verða enn.

Stjórn­völd hafa að mörgu leyti staðið sig vel og fengið til þess svig­rúm á hinum póli­tíska vett­vangi. Rík­is­stjórn­in hef­ur hingað til notið fulls stuðnings stjórn­ar­and­stöðu til góðra verka og Alþingi greitt götu henn­ar. Það var sjálfsagt, einkum þegar hend­ur henn­ar voru full­ar af flókn­um, erfiðum og óvænt­um viðfangs­efn­um. Því miður hef­ur rík­is­stjórn­in ekki kosið þá leið að hafa stjórn­ar­and­stöðuna með í ráðum í aðgerðum og út­færslu þeirra. Á vett­vangi þings­ins hef­ur þó tek­ist að færa margt til betri veg­ar með held­ur óvenju­leg­um hætti.

Rík­is­stjórn­in hef­ur beitt sér þannig á Alþingi að hafna með öllu hug­mynd­um og til­lög­um sem koma ekki úr henn­ar ranni. Þetta ger­ir hún þrátt fyr­ir að hafa í stjórn­arsátt­mála sín­um lagt ríka áherslu á stöðu og hlut­verk Alþing­is og sam­vinnu við það. En ef henni hafa þókn­ast til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar hef­ur hún stundað að leggja þær sjálf fram í kjöl­far synj­un­ar, lítt breytt­ar og í eig­in nafni. Þetta er óþarf­ur tví­verknaður.

Trygg­inga­gjald og áfeng­is­gjald

Viðreisn vill gera margt bet­ur og öðru­vísi en rík­is­stjórn­in. Á það er ekki hlustað. Síðastliðinn fimmtu­dag felldi stjórn­ar­meiri­hlut­inn all­ar til­lög­ur Viðreisn­ar um breyt­ing­ar á ein­um af svo­kölluð bandorm­um sem fylg­ir fjár­lög­um.

Fyrst ber að telja til­lögu um að á næsta ári myndu fyr­ir­tæki sem ráða til sín fólk af at­vinnu­leys­is­skrá fá helm­ingsafslátt af trygg­inga­gjaldi. Ekki þarf að fjöl­yrða um þörf­ina á að liðka fyr­ir at­vinnu­sköp­un til að draga úr at­vinnu­leysi og öm­ur­leg­um áhrif­um þess. Þess í stað ákvað stjórn­ar­meiri­hlut­inn að hækka sókn­ar­gjöld sér­stak­lega, taldi það brýnna.

Þá var felld til­laga um að falla frá því að hækka áfeng­is­gjald um 2,5%. Rekstr­ar­erfiðleik­ar veit­inga­geir­ans eru mikl­ir, hvert sem litið er. Snar þátt­ur í rekstri flestra slíkra fyr­ir­tækja er sala áfeng­is. Hækk­un áfeng­is­gjalds mun enn auka á þessa erfiðleika og draga úr getu þeirra til þess að þrauka áfram næstu miss­eri. Á því þurfa þau ekki að halda.

Nokk­ur stór skref Viðreisn­ar

Fjár­lög eru enn óaf­greidd ásamt fjölda mála sem varða viðbrögð við far­aldr­in­um. Mörg þeirra þarf að af­greiða fyr­ir ára­mót en það er ekki sama hvernig það verður gert. Enn mun­um við í Viðreisn láta á það reyna að koma að mik­il­væg­um breyt­ing­um og viðbót­um.

Ferðaþjón­ust­an og lista- og menn­ing­ar­geir­inn hafa orðið fyr­ir meiri áföll­um en flest­ir. Legg­ur Viðreisn því til að ný ferða-, lista- og menn­ing­ar­gjöf verði veitt að fjár­hæð 15.000 kr. sem gildi fram á haust 2021. Með þessu verður í senn mik­il örvun í þess­um grein­um og fólki gert auðveld­ara að ferðast og njóta list­ar og menn­ing­ar af öllu tagi.

Álag á fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur vaxið mikið í far­aldr­in­um og á eft­ir að vaxa enn meira, ekki síst vegna mik­ils at­vinnu­leys­is. Þau þurfa aðstoð til þess að ráða við þetta stóra verk­efni. Viðreisn legg­ur til að sveit­ar­fé­lög­in fái tvo millj­arða á næsta ári til þess að koma til móts við stór­auk­inn kostnað.

Nú reyn­ir á að leggja grunn­inn að fjöl­breytt­ara at­vinnu­lífi sem ger­ir okk­ur bet­ur í stakk bú­inn til að tak­ast á við sveifl­ur, skapa verðmæt störf og stór­auka verðmæt­an út­flutn­ing vöru og þjón­ustu. Rann­sókn­ir og þróun eru for­senda þess. Þess vegna legg­ur Viðreisn til að fram­lög til Tækniþró­un­ar­sjóðs, Rann­sókna­sjóðs og Innviðasjóðs verði auk­in um tvo millj­arða á næsta ári.

Alþingi hef­ur þegar samþykkt frum­varp Viðreisn­ar um að sál­fræðimeðferð falli und­ir greiðsluþátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga og verði þannig veitt á sömu for­send­um og önn­ur heil­brigðisþjón­usta. Fjár­magn til þessa verk­efn­is hef­ur hins veg­ar ekki enn verið tryggt og því verður lagt til að í fjár­lög­um næsta árs verði heim­ilt að veita allt að tveim­ur millj­örðum til þessa verk­efn­is. Öllum er ljóst að þessi þjón­usta er nauðsyn­leg­ur þátt­ur í að bæta lýðheilsu og líðan fjölda fólks.

Orku­skipti og græn upp­bygg­ing eru nauðsyn­leg til þess að tak­ast á við lofts­lags­vána. Þar eru fólg­in mik­il tæki­færi til auk­inn­ar nýt­ing­ar á inn­lendri hreinni orku með til­heyr­andi gjald­eyr­is­sparnaði. Þess vegna legg­ur Viðreisn til að upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva verði hraðað veru­lega.

Viðreisn lagði einnig til að kol­efn­is­gjald og gjald vegna los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda yrði fært upp um 5% í stað 2,5%. Að mati Viðreisn­ar er það nauðsyn­legt í bar­átt­unni við lofts­lags­vá, til að stuðla enn frek­ar að orku­skipt­um og draga úr kostnaði vegna skuld­bind­inga okk­ar á þess­um sviðum. Sam­hliða þessu var lögð áhersla á að rík­is­stjórn­in nýti fjár­magnið sem gjöld­in skila til að skapa hvata til auk­inn­ar bind­ing­ar með end­ur­heimt vot­lend­is, skóg­rækt og ný­sköp­un á sviði bind­ing­ar í jarðvegi. Nei, sögðu stjórn­ar­flokk­arn­ir.

Það verður fróðlegt að sjá hvort rík­is­stjórn­inni þókn­ist þess­ar lausn­ir nóg til að fall­ast á þær, eða hvort hún hafni þeim og geri að sín­um eig­in.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. desember 2020